Forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, segir að með því að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg landsins sé möguleiki á að friður náist á svæðinu. Fjölmörg ríki í heiminum hafa gagnrýnt ákvörðun forseta Bandaríkjanna, Donalds Trumps, um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels.
Netanyahu sagði við fréttamenn við komuna á fund með utanríkisráðherrum Evrópusambandsins í Brussel í morgun að ákvörðun Trumps afstýrði ekki friði heldur gerði það mögulegt að ná friðarsamkomulagi.
Netanyahu sagði í gær að Palestínumenn yrðu að sætta sig við raunveruleikann - Jerúsalem væri höfuðborg Ísraels og hefði verið það í þrjú þúsund ár. Hún hefði aldrei verið höfuðborg annars ríkis.
Átök hafa blossað upp víða vegna ákvörðunar Trumps og kostað nokkur mannslíf.
En Trump tísti í gærkvöldi um fréttafalsanir líkt og oft áður.
Very little discussion of all the purposely false and defamatory stories put out this week by the Fake News Media. They are out of control - correct reporting means nothing to them. Major lies written, then forced to be withdrawn after they are exposed...a stain on America!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 10, 2017