Alabamabúar höfnuðu Moore

Doug Jones.
Doug Jones. AFP

Doug Jo­nes er fyrsti demó­krat­inn í ald­ar­fjórðung til þess að vera kjör­inn í öld­unga­deild Banda­ríkjaþings í Ala­bama. Sig­ur­inn er mikið áfall fyr­ir for­seta Banda­ríkj­anna, Don­ald Trump, sem studdi and­stæðing hans, re­públi­kan­ann Roy Moore, með ráðum og dáð.

Úrslit­in í Ala­bama minnka enn for­ystu re­públi­kana í öld­unga­deild­inni en þeir eru með 51 þing­mann og demó­krat­ar 49.

Roy Moore.
Roy Moore. AFP

Þegar búið var að telja 99% at­kvæða neitaði Moore að játa sig sigraðan en Trump er þegar búin að senda Jo­nes ham­ingjuósk­ir á Twitter. „Þegar svo mjótt er á mun­um þá er þetta ekki búið,“ sagði Moore við stuðnings­menn sína eft­ir að banda­rísk­ar sjón­varps­stöðvar höfðu lýst Jo­nes sig­ur­veg­ara kosn­ing­anna. Jo­nes var mjög brugðið enda Ala­bama þekkt fyr­ir mikla íhalds­semi. Trump seg­ir aft­ur á móti að re­públi­kan­ar muni fljót­lega ná sæt­inu aft­ur. 

Moore hef­ur verið sakaður um kyn­ferðis­lega áreitni í garð ungra stúlkna og kvenna þegar hann var á fer­tugs­aldri en hann neit­ar sök. Hann er fyrr­ver­andi for­seta hæsta­rétt­ar í Ala­bama. Hann ýjaði að því í nótt að óska eft­ir end­urtaln­ingu. „At­kvæðin eru enn að koma inn.“ sagði Moore. „Guð er alltaf við stjórn,“ en Moore er mjög trúaður og íhalds­sam­ur. 

Kosn­inga­stjóri Moore, Bill Armistead, seg­ir of snemmt að lýsa yfir sigri Jo­nes þrátt fyr­ir að flest­ir séu bún­ir að gera það. Hann seg­ir að Moore hafi verið málaður mjög dökk­um lit­um og um leið órétt­lát­lega í kosn­inga­bar­átt­unni. 

Jo­nes er fyrr­ver­andi lögmaður og rík­is­sak­sókn­ari í Ala­bama sem er meðal ann­ars þekkt­ur fyr­ir að sækja tvo Ku Klux Klan meðlimi til saka fyr­ir að sprengt upp kirkju svartra í Bir­ming­ham árið 1963. Fjór­ar stúlk­ur lét­ust í árás öfga­mann­anna.

Þegar búið er að telja 99% at­kvæða er Jo­nes með 1,5% for­skot á Moore en end­urtaln­ing er ekki heim­il í Ala­bama nema mun­ur­inn sé hálft pró­sent eða minna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert