Ekkert að óttast af hendi nýrrar stjórnar

Sebastian Kurz hjá Þjóðarflokkinum og Heinz-Christian Strache, leiðtogi Frels­is­flokks­ins (t.h.). …
Sebastian Kurz hjá Þjóðarflokkinum og Heinz-Christian Strache, leiðtogi Frels­is­flokks­ins (t.h.). tilkynna samstarf sitt. AFP

Enginn hefur neitt að óttast af hendi nýrrar samsteypustjórnar Austuríkis, að því er BBC hefur eftir nýjum innanríkisráðherra landsins. Herbert Kickl, hátt settur liðsmaður Frelsisflokksins, sem mun mynda nýja stjórn með Þjóðarflokkinum, kveðst hafa „mjög, mjög góða tilfinningu gagnvart stjórnarsamstarfinu.“

Nýja stjórnin, sem er stjórn tveggja hægri flokka, og á Frelsisflokkurinn á rætur sínar í nasisma og hefur lengst af boðað mikla andstöðu við flóttamenn og hælisleitendur. 

Raunar lögðu báðir flokk­arn­ir áherslu á inn­flytj­enda­mál í kosn­inga­bar­átt­unni og hétu því að skerða bæt­ur til allra út­lend­inga, jafn­vel þeim sem koma frá öðrum ríkj­um Evr­ópu. Eins hétu þeir að stöðva Evr­ópu­sam­bandið í að hafa of mik­il áhrif á mál­efni Aust­ur­rík­is og að dregið yrði úr allri skriffinnsku.

Forseti Austurríkis, Alexander Van der Bellen, segir hins vegar eftir fund með formönnum beggja flokka í dag að nýja stjórnin hafa fullvissað sig um að hún sé hlynnt Evrópusambandinu og að hún muni halda áfram að virða mannréttindasáttmála Evrópu.

Sebastian Kurz, formaður Þjóðarflokks­ins, verður næsti kansl­ari. Hinn 31 árs Kurz, sem stund­um er kallaður „undra­barnið, verður þar með yngsti leiðtogi rík­is­stjórn­ar í Evr­ópu.

Frelsisflokkurinn mun hins vegar fara með stjórnina í innanríkis-, utanríkis- og varnarmálaráðuneytinu. Utanríkisráðherrann verður þó ekki flokksfélagið í Frelsisflokknum heldur verður það Miðausturlandasérfræðingurinn Karin Kneissl, sem flokkurinn tilnefndi í ráðherraembættið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert