Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í nótt miklar breytingar á skattkerfi landsins en breytingarnar eru þær mestu í meira en þrjá áratugi. Áður hafði fulltrúadeildin samþykkt frumvarp repúblikana. Repúblikanar eru í meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings.
Þetta er fyrsta stóra málið sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur barist fyrir og hefur farið í gegnum þingið. Gagnrýnendur segja að breytingarnar komi þeim ofurríku best en stuðningsmenn segja að skattar muni lækka á fyrirtæki, lítil fyrirtæki sem og aðra og þetta þýði aukinn hagvöxt.
Varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, kynnti niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar í öldungadeildinni, 51 greiddi atkvæði með breytingunum en 48 voru á móti.
The United States Senate just passed the biggest in history Tax Cut and Reform Bill. Terrible Individual Mandate (ObamaCare)Repealed. Goes to the House tomorrow morning for final vote. If approved, there will be a News Conference at The White House at approximately 1:00 P.M.
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 20, 2017