Donald Trump var í skýjunum þegar hann fagnaði ásamt leiðtogum repúblikanaflokksins í Hvíta húsinu í dag. Bandaríkjaþing samþykkti í morgun miklar breytingar á skattkerfi landsins en breytingarnar eru þær mestu í meira en þrjá áratugi.
Frumvarpið er fyrsta stóra málið sem Trump hefur barist fyrir og hefur farið í gegnum þingið.
„Við gerum Bandaríkin frábær aftur,“ sagði Trump. Gagnrýnendur segja að breytingarnar komi þeim ofurríku best en stuðningsmenn segja að skattar muni lækka á fyrirtæki, lítil fyrirtæki sem og aðra og þetta þýði aukinn hagvöxt.
„Við bættum öll met,“ sagði Trump. Hann þakkaði samflokksmönnum sínum fyrir að hafa komið málinu í gegn en hann sagði frumvarpið „mestu skattalækkanir í sögu Bandaríkjanna.“
Paul Ryan, leiðtogi repúblikana í fulltrúadeildinn, hrósaði Trump fyrir „frábæra leiðtogahæfileika.“
Fulltrúar í starfsliði forsetans vonast til þess að samþykktin auki vinsældir forsetans, sem hafa verið afar litlar, samanborið við forvera hans í starfi.
Trump mun að minnsta kosti halda glaðir inn í jólafrí, en hann hyggst eyða jólunum á golf-hóteli í Flórída, sem er einnig þekkt sem vetrarútgáfa Hvíta hússins.
Hvað Trump mun svo taka sér fyrir hendur á nýju ári verður tíminn að leiða í ljós.