Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt frumvarp um að hafna viðurkenningu Bandaríkjanna á því að Jerúsalem verði höfuðborg Ísraels. Alls greiddu 128 þjóðir atkvæði með frumvarpinu á móti 9.
35 lönd sátu hjá í atkvæðagreiðslunni.
Sendiherra Ísraels hjá Sameinuðu þjóðunum sagði á þinginu fyrr í dag að þjóð hans verði aldrei „hrakin í burtu“ frá Jerúsalem.
„Engin ályktun frá allsherjarþingi kom hrekja okkur í burtu frá Jerúsalem,“ sagði sendiherrann Danny Danon á fundinum þar sem 193 þjóðir eiga sæti.
Frumvarp um að hafna viðurkenningu Bandaríkjanna var sent til allsherjarþingsins eftir að Bandaríkin greiddu atkvæði gegn því í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á mánudaginn. Hin fjórtán aðildarríkin að ráðinu kusu með frumvarpinu en Egyptar höfðu óskað eftir því kosið yrði um málið.
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að þau ríki sem myndu greiða atkvæði gegn Bandaríkjunum á allsherjarþinginu eigi á hættu að verða af þróunaraðstoð frá landinu.