Lífslíkur Bandaríkjamanna lækka

Heróínfíkill sprautar sig.
Heróínfíkill sprautar sig. SPENCER PLATT

Lífslíkur Bandaríkjamanna lækka annað árið í röð. Þetta er í fyrsta skipti í meira en hálfa öld sem slíkt gerist. Ástæðan er rakin til svonefndrar ópí­ata-krís­u en geigvænlegur fjöldi einstaklinga hefur dáið síðustu ár af völdum neyslu efna sem innihalda ópíöt eða hafa svipaða virkni. Þetta eru efni á borð við morfín, heróín, kó­dín, meta­dón og petidín. BBC greinir frá. 

Lífslíkur minnkuðu um 0,1 ár og niður í 78,6 ár árið 2016, samkvæmt Alþjóðlegri miðstöð um heilbrigðistölfræði. Síðast átti þetta sér stað árin 1962-63 og þar áður á þriðja áratug 19. aldar. Árið 1993 lækkuðu lífslíkur einnig vegna AIDS-faraldursins. 

Á síðustu árum hafa sífellt fleiri orðið háðari lyfseðilsskyldum verkjalyfjum. Þegar þeir hætta að fá ávísun á slík efni sækir fólk í heróín á götunni og önnur sambærileg efni.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert