Jól í skugga ákvörðunar Trumps

AFP

Mik­il spenna er í loft­inu í Bet­lehem á sama tíma og jóla­hátíðin geng­ur í garð. Miklu færri ferðamenn eru þar í ár í kjöl­far ákvörðunar Don­ald Trump, for­seta Banda­ríkj­anna, að viður­kenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísra­el.

AFP

Á Man­ger-torgi í Bet­lehem komu hundruð Palestínu­manna sam­an, börðu í tromm­ur og sekkja­píp­ur til að mót­mæla ákvörðun Trumps fyrr í mánuðinum.

Tólf Palestínu­menn hafa verið drepn­ir síðan Trump lýsti þessu yfir 6. des­em­ber, þar á meðal 19 ára pilt­ur sem lést af völd­um sára sinna í dag níu dög­um eft­ir að hafa verið skot­inn við mót­mæli á Gaza. 

AFP

Nahil Banura, krist­in kona frá bæn­um Beit Sa­h­ur, skammt frá Bet­lehem, seg­ir í viðtali við AFP frétta­stof­una að Trump hafi tek­ist að eyðileggja jól­in fyr­ir fólki sem þarna býr.

AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka