Sá sem ögrar Pútín

Yfir 15 þúsund Rússar hafa lýst yfir stuðningi við framboð Alexei Navalní í embætti forseta Rússlands en talið er að hann sé sá eini sem mögulega geti haft betur gegn Vladimír Pútín í forsetakosningum í Rússlandi í mars.

Þúsundir stuðningsmanna Navalní komu saman víða í Rússlandi í dag til þess að lýsa yfir stuðningi við andófsmanninn.

Forsetakosningar fara fram í Rússlandi 18. mars og hefur Pútín þegar tilkynnt um að hann muni sækjast eftir endurkjöri.

Al­ex­ei Navalní er harður gagn­rýn­andi Vla­dimírs Pútíns for­seta og hef­ur ljóstrað upp um ýmis spill­ing­ar­mál inn­an rúss­neska stjórn­kerf­is­ins í gegn­um tíðina. Navalní er 41 árs að aldri og lög­fræðing­ur að mennt. Hann komst fyrst í heims­frétt­irn­ar fyr­ir það að standa fyr­ir mót­mæla­fund­um árið 2011 og 2012 gegn end­ur­komu Pútíns í Kreml. Navalní hlaut næst flest at­kvæði í kosn­ingu borg­ar­stjóra Moskvu árið 2012.

Navalní má hins vegar ekki bjóða sig fram vegna dóma sem hann hefur hlotið í gegnum tíðina. Pútín, sem nefnir Navalní aldrei á nafn, segir að stjórnarandstaðan sé að reyna að fremja valdarán en það muni ekki takast.

Þrátt fyrir að vera sakaður um spillingu, að bera ábyrgð á hræðilegri heilbrigðisþjónustu þá benda skoðanakannanir til þess að Pútín fái 80% atkvæða í kosningunum. 

Pútín, sem er 65 ára að aldri, mun, ef hann verður endurkjörinn, verða sá leiðtogi Rússlands sem hefur setið lengst á valdastóli síðan Jósep Stalín var og hét. Um fjóra kjörtímabilið er að ræða og er það til sex ára.

Al­ex­ei Navalní ávarpaði stuðningsmenn sína í dag.
Al­ex­ei Navalní ávarpaði stuðningsmenn sína í dag. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert