Skerða framlög til Sþ um 258 milljónir dollara

Nikki Haley, fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, segist vera ánægð …
Nikki Haley, fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, segist vera ánægð með niðurskurðinn og hlakka til uppbyggilegs samstarfs. AFP

Banda­rísk stjórn­völd ætla að skerða fjár­fram­lög sín til Sam­einuðu þjóðanna um 285 millj­ón­ir doll­ara að því er greint er frá á vef Guar­di­an, en Banda­rík­in leggja til um 22% af ár­leg­um fjár­fram­lög­um Sam­einuðu þjóðanna.

Tíma­setn­ing niður­skurðar­ins er sögð senda skila­boð um óánægju Banda­ríkj­anna með þá ákvörðun meiri­hluta ríkja Sam­einuðu þjóðanna að hafna viður­kenn­ingu Banda­ríkj­anna á Jerúsalem sem höfuðborg Ísra­els.

Til­kynnt var um niður­skurðinn um jóla­hátíðina og er þetta talið merki um staðfestu stjórn­ar Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta að beygja ákv­arðanir alþjóðasam­fé­lags­ins að eig­in vilja. Sagði Nikki Haley, fasta­full­trúi Banda­ríkj­anna hjá Sam­einuðu þjóðunum, eft­ir at­kvæðagreiðsluna að Banda­rík­in ætluðu ekki leng­ur að láta níðast á ör­læti sínu. „Óskil­virkni og ofeyðsla“ væru þekkt vanda­mál hjá Sam­einuðu þjóðunum

Í yf­ir­lýs­ingu sem Haley sendi frá sér vegna niður­skurðar­ins sagði að enn frek­ari og óskil­greind­ur niður­skurður yrði á fjár­fram­lög­um til stjórn­ar og stuðnings­stofn­anna Sam­einuðu þjóðanna. Ekki var tekið fram hversu mik­ill heild­arniður­skurður­inn yrði, né held­ur hvaða áhrif hann hefði á fjár­fram­lög Banda­ríkj­anna.

Sam­kvæmt stofn­skrá Sam­einuðu þjóðanna leggja Banda­rík­in fram 22% af ár­legu fjár­magni stofn­un­ar­inn­ar, eða um 1,2 millj­arða doll­ara, og 28,5% af kostnaði við friðargæslu sam­tak­anna, sem nam 6,8 millj­örðum doll­ara.

Tíma­setn­ing­in send­ir skýr skila­boð

Í yf­ir­lýs­ingu Haley kveðst hún vera ánægð með niður­stöður fjár­hags­áætl­un­ar­inn­ar og að Banda­rík­in „hlakki til að halda áfram að leita leiða til að auka skil­virkni Sam­einuðu þjóðanna á sama tíma og við verj­um hags­muni okk­ar“.

Tíma­setn­ing yf­ir­lýs­ing­ar­inn­ar þykir senda skýr skila­boð, en á fimmtu­dag samþykkti alls­herj­arþing Sam­einuðu þjóðanna með 128 at­kvæðum gegn níu að for­dæma þá ákvörðun Banda­ríkj­anna að viður­kenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísra­els.

Sagði Haley að at­kvæðagreiðslunni lok­inni að Banda­rík­in myndu ekki gleyma þess­ari kosn­ingu þegar þau þyrftu að leggja fram fjár­magn til sam­tak­anna.

Áður en kosn­ing­in fór fram á Trump að hafa sagt á rík­is­stjórn­ar­fundi: „Lát­um þá kjósa gegn okk­ur. Við mun­um spara hell­ing. Okk­ur er sama. Þetta er ekki eins og það var þegar þeir gátu kosið gegn okk­ur og við greidd­um þeim hundruð millj­óna doll­ara. Við ætl­um ekki að láta nota okk­ur leng­ur.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert