Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem nú er í jólafríi á Flórída, gaf til kynna í færslu á Twitter í nótt að loftslagsbreytingar væru mýta og benti máli sínu til stuðnings á að kaldara væri nú á austurströnd Bandaríkjanna en nokkru sinni fyrr. Skrifaði Trump að kannski væri hægt að nota eitthvað af þessari hlýnun jarðar til að hita svæðið.
Staðreyndirnar tala reyndar sínu máli þvert á það sem forsetinn er að gefa í skyn. Hitastig á jörðinni hefur aldrei mælst meira en í fyrra og vísbendingar eru um að árið 2017 muni slá það met. Gerist það verður árið í ár það fjórða í röðinni til að vera heitara en árið á undan.