Viðburðaríkt fyrsta ár Trumps

Donald J. Trump, forseti Bandaríkjanna, lítur yfir árið.
Donald J. Trump, forseti Bandaríkjanna, lítur yfir árið. AFP

Donald John Trump, 45. forseti Bandaríkjanna, var óneitanlega fyrirferðarmikill í fréttum af erlendum vettvangi á árinu sem er að líða. Forsetinn tók sér ýmislegt fyrir hendur á sínu fyrsta embættisári og má þar sem dæmi nefna samskipti hans við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, „eldflaugamanninn“ í Norður-Kóreu, starfsmannaveltu í Hvíta húsinu, múrinn og falsfréttir.

Á ýmsu gekk áður en Trump tók formlega við í janúar, sem gaf til kynna að líklega verður aldrei nein lognmolla í kringum embættistíð hans.

her­ferð tölvu­inn­brota og hagræðing­u fjöl­miðlaum­fjöll­un­ar, sem beind­ist að for­setafram­boði Hillary Cl­int­on. Trump var fljótur að bregðast við skýrslunni og fullyrti að tölvu­inn­brot Rússa hafi  ekki haft áhrif á for­seta­kosn­ing­arn­ar.

Trump sagði að um „falsfréttir“ (e. Fake news) væri að ræða, orð sem hann hefur síðar notað óspart. Falsfréttir náðu meira að segja slíku flugi á árinu að Collins orðabókin útnefndi orðið sem orð ársins.

Trump tjáði sig á Twitter-síðu sinni í janúar

brugðust einnig fljótt við og neituðu því að ör­ygg­is­stofn­an­ir lands­ins búi yfir gögnum sem geta verið skaðvæn­leg Trump. Dmi­try Peskov, talsmaður Pútíns, sagði ásak­an­irn­ar til­raun til að skaða sam­skipti Rúss­lands og Banda­ríkj­anna.

Rannsókn á afskiptum Rússa af kosningunum

Michael Flynn, ráðgjafi Trumps í þjóðarör­ygg­is­mál­um, af störfum vegna sam­skipta sinna við Rússa.byrjun mars samþykkti þing­nefnd að hefja rann­sókn á því hvort Rúss­ar hafi haft af­skipt af for­seta­kosn­ing­um. Umsjón rannsóknarinnar var sett í hendur banda­rísku al­rík­is­lög­reglunnar og nefndar öld­unga­deild­ar­inn­ar sem fer með yf­ir­stjórn leyniþjón­ustu.  brjót­ast inn í banda­ríska kosn­inga­kerfiðvísuðu fregnum um innbrot í kosningakerfið á bug.
Donald Trump og Vladimir Pútín. Félagar eða óvinir?
Donald Trump og Vladimir Pútín. Félagar eða óvinir? AFP
sér­stak­an kviðdóm til að rann­saka málið enn frek­ar í ágúst.gögnum frá Hvíta hús­inu sem sýna að hann bein­ir rann­sókn sinni m.a. að því þegar Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti rak Michael Flynn, ör­ygg­is­ráðgjafa sinn, og James Comey sem þá var for­stjóri FBI.

Fyrstu ákær­urn­ar

Robert Mu­ell­er, fyrrverandi yfirmaður FBI, og sér­stak­ur sak­sókn­ari í rann­sókn …
Robert Mu­ell­er, fyrrverandi yfirmaður FBI, og sér­stak­ur sak­sókn­ari í rann­sókn á af­skipt­um Rússa af banda­rísku for­seta­kosn­ing­un­um á síðasta ári. AFP

„Ég mun aldrei bregðast ykkur“

„Ég mun aldrei bregðast ykk­ur. Við mun­um fá störf­in okk­ar, landa­mær­in okk­ar, auðinn okk­ar og drauma okk­ar aft­ur,“ sagði Trump meðal annars í inn­setn­ing­ar­ræðu sinni.
Mikill mannfjöldi var samankominn til að fylgjast með Trump sverja …
Mikill mannfjöldi var samankominn til að fylgjast með Trump sverja embættiseiðinn. AFP
sakaði Trump fjöl­miðla um óheiðarleika vegna mynd­birt­inga af inn­setn­ing­ar­at­höfn­inni en hann tel­ur fjöl­miðla ekki hafa sýnt rétta mynd af fjöld­an­um. Trump sagði að í raun hefðu aldrei fleiri fylgst með embættis­töku Banda­ríkja­for­seta.90 manns voru hand­tekn­ir vegna skemmd­ar­verka tengd­um mót­mæl­un­um, sem hefðu að öðru leyti að mestu farið friðsam­lega fram.
Donald Trump og eiginkona hans Melania Trump stigu dans á …
Donald Trump og eiginkona hans Melania Trump stigu dans á Frelsisdansleiknum sem haldinn var í tilefni innsetningar Trump. AFP

„Réttindi kvenna eru mannréttindi“

„Women's March on Washingt­on.“ Tilgangur göngunnar var að skora á Trump að virða mann­rétt­indi og sýna að rétt­indi kvenna eru mann­rétt­indi.

Stærsta gangan fór fram í Washington, þar voru konur í meiri­hluta og klædd­ust marg­ar hverj­ar bleik­um hött­um með mynd­um af pík­um á til þess að vitna í um­mæli Trump frá 2005 þar sem hann stærði sig af því að „grípa í pík­una“ á kon­um.

Frá réttindagöngunni „Women's march“.
Frá réttindagöngunni „Women's march“. AFP

Múrinn

und­ir­ritaði til­skip­un í lok janúar um að múr yrði byggður við landa­mæri Banda­ríkj­anna og Mexí­kó. „Þjóð án landa­mæra er ekki þjóð,“ sagði Trump eft­ir að hann und­ir­ritaði til­skip­an­irn­ar og stóð þar með við kosn­ingalof­orð sitt. Mexíkó myndi ekki greiða fyr­ir múr­inn.
Íbúar í Mexíkó mótmæla fyrirætlunum Trumps um að byggja mörg …
Íbúar í Mexíkó mótmæla fyrirætlunum Trumps um að byggja mörg þúsund kílómetra landamæramúr. AFP
útboð vegna byggingar múrsins aug­lýstþakinn með sól­ar­sell­um.ágúst ýjaði hann að því að hann sé til­bú­inn til að hætta á að fjár­lög verði ekki samþykkt þannig að starf­semi mik­il­vægra rík­is­stofn­ana stöðvist ef það er það sem þurfi til að byggja múrinn. september voru fjög­ur verk­taka­fyr­ir­tæki val­in til að reisa sýn­is­horn af landa­mæramúrnum. Múr­arn­ir verða níu metr­ar að lengd og allt að níu metra háir og stendur bygging á þeim enn þá yfir.

Ferðabann, lögbann og breytt ferðabann

mein­ar flótta­fólki að koma til lands­ins í allt að 90 daga, en aðgerðirn­ar ná til Írans, Íraks, Lýb­íu, Sómal­íu, Sýr­lands, Súd­ans og Jemen.

„Þetta geng­ur ljóm­andi vel. Þið sjáið það á flug­völl­un­um, þið sjáið það út um allt,“ sagði Trump við blaðamenn eft­ir að ferðamönn­um frá of­an­greind­um ríkj­um var meinað að fara um borð í flug­vél­ar sem áttu að fljúga til Banda­ríkj­anna. Víða brutust út mót­mæli í kjölfar ákvörðunar Trumps.

dóms­málaráðherr­ar sex­tán ríkja Banda­ríkj­anna, þar á meðal Kali­forn­íu og New York. Þeir sögðu hana ekki sam­ræm­ast stjórn­ar­skránni.

Tímabundið lögbann

áfrýjaðihafnaðimálið til umfjöllunarniður­stöðu að ekki væri ástæða til þess að af­nema ákvörðun al­rík­is­dóm­ar­ans og féllu at­kvæði allra dóm­ara, alls þriggja, á sama hátt – að þjóðarör­yggi væri ekki stefnt í hættu. Trump svaraði ákvörðun dóm­stóls­ins á Twitter og seg­ir að þjóðarör­yggi sé stefnt í hættu og að hann myndi fara áfram með málið á æðra dóm­stig, það er Hæsta­rétt Banda­ríkj­anna.
Ferðabanni Trumps var mótmælt víða.
Ferðabanni Trumps var mótmælt víða. AFP
nýja út­gáfu af for­seta­til­skip­un sinniAlríkisdómari í Hawaii setti lögbann á nýju tilskipun Trumps. aflétti Hæstirétt­ur Banda­ríkj­anna að hluta til lög­banni sem sett var á ferðabannið. Bannið tók því gildi og hafði í för með sér að ein­stak­ling­ar sem ekki eiga „nána fjöl­skyldumeðlimi“ í Banda­ríkj­un­um eða eiga viðskipta­hags­muna að gæta munu mögu­lega eiga erfitt með að kom­ast inn í landið.

Þriðja út­gáfa ferðabanns­ins, sem nær til rík­is­borg­ara Tsjads, Írans, Líb­íu, Sómal­íu, Sýr­lands og Jem­ens, var kynnt til sög­unn­ar í sept­em­ber og voru sam­stund­is höfðuð mál þar sem ef­ast var um lög­mæti banns­ins.

byrjun desember komst Hæstirétt­ur Banda­ríkj­anna að þeirri niður­stöðu að banda­rísk­um stjórn­völd­um væri heim­ilt að hrinda í fram­kvæmd end­ur­skoðuðu ferðabanni rík­is­borg­ara frá sex ríkj­um þar sem múslim­ar eru í meiri­hluta.

Rík­is­stjórn Trumps tel­ur ferðabannið mik­il­vægt til þess að tryggja þjóðarör­yggi Banda­ríkj­anna og draga úr lík­un­um á hryðju­verk­um. Sjö dóm­ar­ar Hæsta­rétt­ar Banda­ríkj­anna töldu bannið stand­ast lög en tveir voru á ann­arri skoðun.

Umdeildar mannaráðningar og vafasamir brottrekstrar

Trump rak starf­andi dóms­málaráðherra lands­ins úr starfi eft­ir að hún efaðist um lög­mæti ákvörðunar hans um ferðabannið. Dómsmálaráðherrann, Sally Ya­tes, hafði skömmu fyr­ir brott­vikn­ing­una skipað lög­mönn­um dóms­málaráðuneyt­is­ins að fara ekki að til­skip­un for­set­ans.

Dana Boente, sak­sókn­ari í aust­ur­hluta Virg­in­íu, tók tímabundið við starfi dóms­málaráðherra. Hann fyr­ir­skipaði starfs­fólki ráðuneyt­is­ins að fylgja skip­un Trump varðandi bann við komu fólks frá ríkj­un­um sjö til Banda­ríkj­anna.

Sean Spicer

Sarah Hucka­bee Sand­erstíu daga
Sarah Huckabee Sanders, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins.
Sarah Huckabee Sanders, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins. AFP
Steve BannonÁtökin í Charlottesville eru talin kveikjan að uppsögn Bannon, en Trump var gagn­rýnd­ur harðlega bæði úr röðum Re­públi­kana og Demó­krata fyr­ir að þeir, sem mót­mæltu hvít­um kynþátta­höt­ur­um í borg­inni Char­lottesville í Virg­in­íu-ríki í Banda­ríkj­un­um, bæru jafna ábyrgð á of­beld­inu sem braust út í kjöl­farið. Gagn­rýn­end­ur Bannons út­hrópuðu hann sem kynþátta­hat­ara, en Bannon var alltaf um­deild­ur í starfsliði for­set­ans.hlera síma sínaásak­an­irnar væru rangar.  

Þing­nefnd

rak Trump Comey úr starfi yfirmanns FBI. „For­set­inn hef­ur samþykkt til­lögu dóms­málaráðherr­ans og aðstoðardóms­málaráðherr­ans um að segja upp for­stjóra al­rík­is­lög­regl­unn­ar,“ sagði Sean Spicer, talsmaður Hvíta hússins.

Comey hafði umsjón með tveimur rannsóknum tengdum Trump og und­ir stjórn Comey komst FBI að þeirri niður­stöðu að for­seti Rúss­lands, Vla­dimír Pútín, hefði veitt samþykki fyr­ir því að reyna að hafa áhrif á niður­stöðu for­seta­kosn­ing­anna í Banda­ríkj­un­um, Trump í hag. Fjölmiðlar vestra fóru fljótlega að líkja brottrekstrinum við Watergate.

Frétt mbl.is: Er Watergate að endurtaka sig?

Robert Mu­ell­er, í stöðu sér­stak­s ráðgjafa sem fékk það hlutverk að hafa yf­ir­um­sjón með rann­sókn á af­skipt­um Rússa af banda­rísku for­seta­kosn­ing­un­um 2016.

Comey kom fyr­ir rann­sókn­ar­nefnd öld­unga­deild­ar Banda­ríkjaþings í júní þar sem hann gerði grein fyr­ir sam­skipt­um sín­um við Trump. Comey viður­kenndi meðal annars fyr­ir nefndinni að hann hefði sjálf­ur lekið minn­ispunkt­um sín­um af fund­un­um með Don­ald Trump í þeirri von um að það myndi leiða til skip­un­ar sér­staks sak­sókn­ara til að leiða rann­sókn á af­skipt­um Rússa af síðustu for­seta­kosn­ing­um.

Fyrrverandi yfirmaður FBI, James Comey, ber vitni fyrir nefnd öldungadeildarþingsins.
Fyrrverandi yfirmaður FBI, James Comey, ber vitni fyrir nefnd öldungadeildarþingsins. AFP

Obamacare

samþykkt lög sem mörkuðu fyrstu skref­in í þá átt að af­nema kerfið. Lögin fólu meðal annars í sér að auðveld­ara er fyr­ir þingið að af­nema heil­brigðis­trygg­inga­kerfið að fullu og koma í veg fyr­ir að full­trú­ar Demó­krata­flokks­ins geti komið í veg fyr­ir breyt­ing­arn­ar.frum­varp sem fel­ur í sér af­nám Obamacare.

Umræða um nýtt heil­brigðis­frum­varp

felld

Frétt mbl.is: Obamacare lifir - þungt högg fyrir Trump

Jerúsalem viðurkennd sem höfuðborg Ísrael

Trump ákvað að enda árið með því að valda ólgu enn á ný, nú með því að uppfylla eitt af stóru kosningaloforðum sínum: Að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Með ákvörðuninni steig Trump skref sem for­set­ar Banda­ríkj­anna hafa hingað til ákveðið að stíga ekki en ekk­ert ríki er með sendi­ráð í Jerúsalem líkt og Banda­rík­in hafa nú ákveðið að gera.

Umfjöllun mbl.is: Trump viðurkennir Jerúsalem

„Ég hef ákveðið að kom­inn sé tími til þess að viður­kenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísra­els,“ sagði Trump í ræðu í Hvíta hús­inu 6. desember.

öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman á neyðarfundi. Fjöldi er­lendra ríkja og alþjóðastofn­ana hafa gagn­rýnt ákvörðun Trumps harðlega og varað við mögu­leg­um af­leiðing­um henn­ar.

Eftir að Trump hafði gert grein fyrir ákvörðun sinni brutust út mikil mót­mæli Palestínu­manna með til­fallandi átakum og ákalli um stríð gegn Ísra­el sam­hliða vax­andi áhyggj­um af því að til blóðsút­hell­inga komi fyr­ir botni Miðjarðar­hafs­ins.

Á neyðarfundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna var ákveðið að kjósa um hvort synja ætti ákvörðun Trumps um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. 

Í til­lög­u öryggisráðsins seg­ir að yf­ir­lýs­ing Banda­ríkja­stjórn­ar hafi ekk­ert laga­legt gildi og að fella verði hana úr gildi. Eins og við mátti búast beittu Bandaríkin neitunarvaldi sínu í atkvæðagreiðslunni. 

Nikki Haley, sendifulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum.
Nikki Haley, sendifulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. AFP

Þá var komið að næstu stofnun Sameinuðu þjóðanna, allsherjarþinginu, að boða til neyðarfundar. Ákvörðun Trumps var einnig tekin fyrir þar og á fundi þingsins rétt fyrir jól samþykkti þingið frum­varp um að hafna viður­kenn­ingu Banda­ríkj­anna á því að Jerúsalem verði höfuðborg Ísra­els. 

At­kvæðagreiðslur á alls­herj­arþing­inu eru hins vegar ekki bind­andi en álykt­an­ir sem fá yf­ir­gnæf­andi stuðning hafa mikið póli­tískt vægi. 

Trump brást við með því að skerða fjár­fram­lög Bandaríkjanna til Sam­einuðu þjóðanna um 285 millj­ón­ir doll­ara. 

Enn er því ekki ljóst hver endanleg áhrif ákvörðunar Trumps mun hafa á alþjóðasamfélagið. Flutningur sendiráðsins frá Tel Aviv til Jerúsalem mun að minnsta kosti taka einhvern tíma. 

Verða Bandaríkin stórfengleg á ný?

Þessi listi yfir embættisverk Trump á árinu er alls ekki tæmandi. Trump hefur varla átt dauða stund á árinu, svo mikið er víst, og má við þennan lista bæta umdeilda skattalöggjöf sem tók gildi rétt fyrir jól, úrsögn Bandaríkjanna úr Parísarsáttmálanum og stórfurðuleg samskipti Trumps við ráðamenn í Norður-Kóreu.

Áhugasömum er bent á fréttaknippi mbl.is um Donald Trump þar sem má lesa tæplega 1.600 fréttir um gjörðir forsetans á árinu. 

Trump á leið í jólafrí.
Trump á leið í jólafrí. AFP

Trump tók sér stutt jólafrí með fjölskyldunni á Flórída en er nú mættur aftur til vinnu þar sem hann segir að verkefni sitt fyrir árið 2018 sé einfalt: „Að gera Bandaríkin stórfengleg á ný.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert