Viðburðaríkt fyrsta ár Trumps

Donald J. Trump, forseti Bandaríkjanna, lítur yfir árið.
Donald J. Trump, forseti Bandaríkjanna, lítur yfir árið. AFP

Don­ald John Trump, 45. for­seti Banda­ríkj­anna, var óneit­an­lega fyr­ir­ferðar­mik­ill í frétt­um af er­lend­um vett­vangi á ár­inu sem er að líða. For­set­inn tók sér ým­is­legt fyr­ir hend­ur á sínu fyrsta embætt­is­ári og má þar sem dæmi nefna sam­skipti hans við Vla­dimír Pútín, for­seta Rúss­lands, „eld­flauga­mann­inn“ í Norður-Kór­eu, starfs­manna­veltu í Hvíta hús­inu, múr­inn og fals­frétt­ir.

Á ýmsu gekk áður en Trump tók form­lega við í janú­ar, sem gaf til kynna að lík­lega verður aldrei nein logn­molla í kring­um embætt­istíð hans.

her­ferð tölvu­inn­brota og hagræðing­u fjöl­miðlaum­fjöll­un­ar, sem beind­ist að for­setafram­boði Hillary Cl­int­on. Trump var fljót­ur að bregðast við skýrsl­unni og full­yrti að tölvu­inn­brot Rússa hafi  ekki haft áhrif á for­seta­kosn­ing­arn­ar.

Trump sagði að um „fals­frétt­ir“ (e. Fake news) væri að ræða, orð sem hann hef­ur síðar notað óspart. Fals­frétt­ir náðu meira að segja slíku flugi á ár­inu að Coll­ins orðabók­in út­nefndi orðið sem orð árs­ins.

Trump tjáði sig á Twitter-síðu sinni í janú­ar

brugðust einnig fljótt við og neituðu því að ör­ygg­is­stofn­an­ir lands­ins búi yfir gögn­um sem geta verið skaðvæn­leg Trump. Dmi­try Peskov, talsmaður Pútíns, sagði ásak­an­irn­ar til­raun til að skaða sam­skipti Rúss­lands og Banda­ríkj­anna.

Rann­sókn á af­skipt­um Rússa af kosn­ing­un­um

Michael Flynn, ráðgjafi Trumps í þjóðarör­ygg­is­mál­um, af störf­um vegna sam­skipta sinna við Rússa.byrj­un mars samþykkti þing­nefnd að hefja rann­sókn á því hvort Rúss­ar hafi haft af­skipt af for­seta­kosn­ing­um. Um­sjón rann­sókn­ar­inn­ar var sett í hend­ur banda­rísku al­rík­is­lög­regl­unn­ar og nefnd­ar öld­unga­deild­ar­inn­ar sem fer með yf­ir­stjórn leyniþjón­ustu.  brjót­ast inn í banda­ríska kosn­inga­kerfiðvísuðu fregn­um um inn­brot í kosn­inga­kerfið á bug.
Donald Trump og Vladimir Pútín. Félagar eða óvinir?
Don­ald Trump og Vla­dimir Pútín. Fé­lag­ar eða óvin­ir? AFP
sér­stak­an kviðdóm til að rann­saka málið enn frek­ar í ág­úst.gögn­um frá Hvíta hús­inu sem sýna að hann bein­ir rann­sókn sinni m.a. að því þegar Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti rak Michael Flynn, ör­ygg­is­ráðgjafa sinn, og James Comey sem þá var for­stjóri FBI.

Fyrstu ákær­urn­ar

Robert Mu­ell­er, fyrrverandi yfirmaður FBI, og sér­stak­ur sak­sókn­ari í rann­sókn …
Robert Mu­ell­er, fyrr­ver­andi yf­ir­maður FBI, og sér­stak­ur sak­sókn­ari í rann­sókn á af­skipt­um Rússa af banda­rísku for­seta­kosn­ing­un­um á síðasta ári. AFP

„Ég mun aldrei bregðast ykk­ur“

„Ég mun aldrei bregðast ykk­ur. Við mun­um fá störf­in okk­ar, landa­mær­in okk­ar, auðinn okk­ar og drauma okk­ar aft­ur,“ sagði Trump meðal ann­ars í inn­setn­ing­ar­ræðu sinni.
Mikill mannfjöldi var samankominn til að fylgjast með Trump sverja …
Mik­ill mann­fjöldi var sam­an­kom­inn til að fylgj­ast með Trump sverja embættiseiðinn. AFP
sakaði Trump fjöl­miðla um óheiðarleika vegna mynd­birt­inga af inn­setn­ing­ar­at­höfn­inni en hann tel­ur fjöl­miðla ekki hafa sýnt rétta mynd af fjöld­an­um. Trump sagði að í raun hefðu aldrei fleiri fylgst með embætt­is­töku Banda­ríkja­for­seta.90 manns voru hand­tekn­ir vegna skemmd­ar­verka tengd­um mót­mæl­un­um, sem hefðu að öðru leyti að mestu farið friðsam­lega fram.
Donald Trump og eiginkona hans Melania Trump stigu dans á …
Don­ald Trump og eig­in­kona hans Mel­ania Trump stigu dans á Frels­is­dans­leikn­um sem hald­inn var í til­efni inn­setn­ing­ar Trump. AFP

„Rétt­indi kvenna eru mann­rétt­indi“

„Women's March on Washingt­on.“ Til­gang­ur göng­unn­ar var að skora á Trump að virða mann­rétt­indi og sýna að rétt­indi kvenna eru mann­rétt­indi.

Stærsta gang­an fór fram í Washingt­on, þar voru kon­ur í meiri­hluta og klædd­ust marg­ar hverj­ar bleik­um hött­um með mynd­um af pík­um á til þess að vitna í um­mæli Trump frá 2005 þar sem hann stærði sig af því að „grípa í pík­una“ á kon­um.

Frá réttindagöngunni „Women's march“.
Frá rétt­inda­göng­unni „Women's march“. AFP

Múr­inn

und­ir­ritaði til­skip­un í lok janú­ar um að múr yrði byggður við landa­mæri Banda­ríkj­anna og Mexí­kó. „Þjóð án landa­mæra er ekki þjóð,“ sagði Trump eft­ir að hann und­ir­ritaði til­skip­an­irn­ar og stóð þar með við kosn­ingalof­orð sitt. Mexí­kó myndi ekki greiða fyr­ir múr­inn.
Íbúar í Mexíkó mótmæla fyrirætlunum Trumps um að byggja mörg …
Íbúar í Mexí­kó mót­mæla fyr­ir­ætl­un­um Trumps um að byggja mörg þúsund kíló­metra landa­mæramúr. AFP
útboð vegna bygg­ing­ar múrs­ins aug­lýstþak­inn með sól­ar­sell­um.ág­úst ýjaði hann að því að hann sé til­bú­inn til að hætta á að fjár­lög verði ekki samþykkt þannig að starf­semi mik­il­vægra rík­is­stofn­ana stöðvist ef það er það sem þurfi til að byggja múr­inn. sept­em­ber voru fjög­ur verk­taka­fyr­ir­tæki val­in til að reisa sýn­is­horn af landa­mæramúrn­um. Múr­arn­ir verða níu metr­ar að lengd og allt að níu metra háir og stend­ur bygg­ing á þeim enn þá yfir.

Ferðabann, lög­bann og breytt ferðabann

mein­ar flótta­fólki að koma til lands­ins í allt að 90 daga, en aðgerðirn­ar ná til Írans, Íraks, Lýb­íu, Sómal­íu, Sýr­lands, Súd­ans og Jemen.

„Þetta geng­ur ljóm­andi vel. Þið sjáið það á flug­völl­un­um, þið sjáið það út um allt,“ sagði Trump við blaðamenn eft­ir að ferðamönn­um frá of­an­greind­um ríkj­um var meinað að fara um borð í flug­vél­ar sem áttu að fljúga til Banda­ríkj­anna. Víða brut­ust út mót­mæli í kjöl­far ákvörðunar Trumps.

dóms­málaráðherr­ar sex­tán ríkja Banda­ríkj­anna, þar á meðal Kali­forn­íu og New York. Þeir sögðu hana ekki sam­ræm­ast stjórn­ar­skránni.

Tíma­bundið lög­bann

áfrýjaðihafnaðimálið til um­fjöll­un­arniður­stöðu að ekki væri ástæða til þess að af­nema ákvörðun al­rík­is­dóm­ar­ans og féllu at­kvæði allra dóm­ara, alls þriggja, á sama hátt – að þjóðarör­yggi væri ekki stefnt í hættu. Trump svaraði ákvörðun dóm­stóls­ins á Twitter og seg­ir að þjóðarör­yggi sé stefnt í hættu og að hann myndi fara áfram með málið á æðra dóm­stig, það er Hæsta­rétt Banda­ríkj­anna.
Ferðabanni Trumps var mótmælt víða.
Ferðabanni Trumps var mót­mælt víða. AFP
nýja út­gáfu af for­seta­til­skip­un sinniAl­rík­is­dóm­ari í Hawaii setti lög­bann á nýju til­skip­un Trumps. aflétti Hæstirétt­ur Banda­ríkj­anna að hluta til lög­banni sem sett var á ferðabannið. Bannið tók því gildi og hafði í för með sér að ein­stak­ling­ar sem ekki eiga „nána fjöl­skyldumeðlimi“ í Banda­ríkj­un­um eða eiga viðskipta­hags­muna að gæta munu mögu­lega eiga erfitt með að kom­ast inn í landið.

Þriðja út­gáfa ferðabanns­ins, sem nær til rík­is­borg­ara Tsjads, Írans, Líb­íu, Sómal­íu, Sýr­lands og Jem­ens, var kynnt til sög­unn­ar í sept­em­ber og voru sam­stund­is höfðuð mál þar sem ef­ast var um lög­mæti banns­ins.

byrj­un des­em­ber komst Hæstirétt­ur Banda­ríkj­anna að þeirri niður­stöðu að banda­rísk­um stjórn­völd­um væri heim­ilt að hrinda í fram­kvæmd end­ur­skoðuðu ferðabanni rík­is­borg­ara frá sex ríkj­um þar sem múslim­ar eru í meiri­hluta.

Rík­is­stjórn Trumps tel­ur ferðabannið mik­il­vægt til þess að tryggja þjóðarör­yggi Banda­ríkj­anna og draga úr lík­un­um á hryðju­verk­um. Sjö dóm­ar­ar Hæsta­rétt­ar Banda­ríkj­anna töldu bannið stand­ast lög en tveir voru á ann­arri skoðun.

Um­deild­ar mannaráðning­ar og vafa­sam­ir brottrekstr­ar

Trump rak starf­andi dóms­málaráðherra lands­ins úr starfi eft­ir að hún efaðist um lög­mæti ákvörðunar hans um ferðabannið. Dóms­málaráðherr­ann, Sally Ya­tes, hafði skömmu fyr­ir brott­vikn­ing­una skipað lög­mönn­um dóms­málaráðuneyt­is­ins að fara ekki að til­skip­un for­set­ans.

Dana Boente, sak­sókn­ari í aust­ur­hluta Virg­in­íu, tók tíma­bundið við starfi dóms­málaráðherra. Hann fyr­ir­skipaði starfs­fólki ráðuneyt­is­ins að fylgja skip­un Trump varðandi bann við komu fólks frá ríkj­un­um sjö til Banda­ríkj­anna.

Sean Spicer

Sarah Hucka­bee Sand­erstíu daga
Sarah Huckabee Sanders, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins.
Sarah Hucka­bee Sand­ers, upp­lýs­inga­full­trúi Hvíta húss­ins. AFP
Steve BannonÁtök­in í Char­lottesville eru tal­in kveikj­an að upp­sögn Bannon, en Trump var gagn­rýnd­ur harðlega bæði úr röðum Re­públi­kana og Demó­krata fyr­ir að þeir, sem mót­mæltu hvít­um kynþátta­höt­ur­um í borg­inni Char­lottesville í Virg­in­íu-ríki í Banda­ríkj­un­um, bæru jafna ábyrgð á of­beld­inu sem braust út í kjöl­farið. Gagn­rýn­end­ur Bannons út­hrópuðu hann sem kynþátta­hat­ara, en Bannon var alltaf um­deild­ur í starfsliði for­set­ans.hlera síma sínaásak­an­irn­ar væru rang­ar.  

Þing­nefnd

rak Trump Comey úr starfi yf­ir­manns FBI. „For­set­inn hef­ur samþykkt til­lögu dóms­málaráðherr­ans og aðstoðardóms­málaráðherr­ans um að segja upp for­stjóra al­rík­is­lög­regl­unn­ar,“ sagði Sean Spicer, talsmaður Hvíta húss­ins.

Comey hafði um­sjón með tveim­ur rann­sókn­um tengd­um Trump og und­ir stjórn Comey komst FBI að þeirri niður­stöðu að for­seti Rúss­lands, Vla­dimír Pútín, hefði veitt samþykki fyr­ir því að reyna að hafa áhrif á niður­stöðu for­seta­kosn­ing­anna í Banda­ríkj­un­um, Trump í hag. Fjöl­miðlar vestra fóru fljót­lega að líkja brottrekstr­in­um við Waterga­te.

Frétt mbl.is: Er Waterga­te að end­ur­taka sig?

Robert Mu­ell­er, í stöðu sér­stak­s ráðgjafa sem fékk það hlut­verk að hafa yf­ir­um­sjón með rann­sókn á af­skipt­um Rússa af banda­rísku for­seta­kosn­ing­un­um 2016.

Comey kom fyr­ir rann­sókn­ar­nefnd öld­unga­deild­ar Banda­ríkjaþings í júní þar sem hann gerði grein fyr­ir sam­skipt­um sín­um við Trump. Comey viður­kenndi meðal ann­ars fyr­ir nefnd­inni að hann hefði sjálf­ur lekið minn­ispunkt­um sín­um af fund­un­um með Don­ald Trump í þeirri von um að það myndi leiða til skip­un­ar sér­staks sak­sókn­ara til að leiða rann­sókn á af­skipt­um Rússa af síðustu for­seta­kosn­ing­um.

Fyrrverandi yfirmaður FBI, James Comey, ber vitni fyrir nefnd öldungadeildarþingsins.
Fyrr­ver­andi yf­ir­maður FBI, James Comey, ber vitni fyr­ir nefnd öld­unga­deild­arþings­ins. AFP

Obamacare

samþykkt lög sem mörkuðu fyrstu skref­in í þá átt að af­nema kerfið. Lög­in fólu meðal ann­ars í sér að auðveld­ara er fyr­ir þingið að af­nema heil­brigðis­trygg­inga­kerfið að fullu og koma í veg fyr­ir að full­trú­ar Demó­krata­flokks­ins geti komið í veg fyr­ir breyt­ing­arn­ar.frum­varp sem fel­ur í sér af­nám Obamacare.

Umræða um nýtt heil­brigðis­frum­varp

felld

Frétt mbl.is: Obamacare lif­ir - þungt högg fyr­ir Trump

Jerúsalem viður­kennd sem höfuðborg Ísra­el

Trump ákvað að enda árið með því að valda ólgu enn á ný, nú með því að upp­fylla eitt af stóru kosn­ingalof­orðum sín­um: Að viður­kenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísra­els. Með ákvörðun­inni steig Trump skref sem for­set­ar Banda­ríkj­anna hafa hingað til ákveðið að stíga ekki en ekk­ert ríki er með sendi­ráð í Jerúsalem líkt og Banda­rík­in hafa nú ákveðið að gera.

Um­fjöll­un mbl.is: Trump viður­kenn­ir Jerúsalem

„Ég hef ákveðið að kom­inn sé tími til þess að viður­kenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísra­els,“ sagði Trump í ræðu í Hvíta hús­inu 6. des­em­ber.

ör­ygg­is­ráð Sam­einuðu þjóðanna kom sam­an á neyðar­fundi. Fjöldi er­lendra ríkja og alþjóðastofn­ana hafa gagn­rýnt ákvörðun Trumps harðlega og varað við mögu­leg­um af­leiðing­um henn­ar.

Eft­ir að Trump hafði gert grein fyr­ir ákvörðun sinni brut­ust út mik­il mót­mæli Palestínu­manna með til­fallandi átak­um og ákalli um stríð gegn Ísra­el sam­hliða vax­andi áhyggj­um af því að til blóðsút­hell­inga komi fyr­ir botni Miðjarðar­hafs­ins.

Á neyðar­fundi ör­ygg­is­ráðs Sam­einuðu þjóðanna var ákveðið að kjósa um hvort synja ætti ákvörðun Trumps um að viður­kenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísra­els. 

Í til­lög­u ör­ygg­is­ráðsins seg­ir að yf­ir­lýs­ing Banda­ríkja­stjórn­ar hafi ekk­ert laga­legt gildi og að fella verði hana úr gildi. Eins og við mátti bú­ast beittu Banda­rík­in neit­un­ar­valdi sínu í at­kvæðagreiðslunni. 

Nikki Haley, sendifulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum.
Nikki Haley, sendi­full­trúi Banda­ríkj­anna hjá Sam­einuðu þjóðunum. AFP

Þá var komið að næstu stofn­un Sam­einuðu þjóðanna, alls­herj­arþing­inu, að boða til neyðar­fund­ar. Ákvörðun Trumps var einnig tek­in fyr­ir þar og á fundi þings­ins rétt fyr­ir jól samþykkti þingið frum­varp um að hafna viður­kenn­ingu Banda­ríkj­anna á því að Jerúsalem verði höfuðborg Ísra­els. 

At­kvæðagreiðslur á alls­herj­arþing­inu eru hins veg­ar ekki bind­andi en álykt­an­ir sem fá yf­ir­gnæf­andi stuðning hafa mikið póli­tískt vægi. 

Trump brást við með því að skerða fjár­fram­lög Banda­ríkj­anna til Sam­einuðu þjóðanna um 285 millj­ón­ir doll­ara. 

Enn er því ekki ljóst hver end­an­leg áhrif ákvörðunar Trumps mun hafa á alþjóðasam­fé­lagið. Flutn­ing­ur sendi­ráðsins frá Tel Aviv til Jerúsalem mun að minnsta kosti taka ein­hvern tíma. 

Verða Banda­rík­in stór­feng­leg á ný?

Þessi listi yfir embættis­verk Trump á ár­inu er alls ekki tæm­andi. Trump hef­ur varla átt dauða stund á ár­inu, svo mikið er víst, og má við þenn­an lista bæta um­deilda skatta­lög­gjöf sem tók gildi rétt fyr­ir jól, úr­sögn Banda­ríkj­anna úr Par­ís­arsátt­mál­an­um og stórfurðuleg sam­skipti Trumps við ráðamenn í Norður-Kór­eu.

Áhuga­söm­um er bent á fréttaknippi mbl.is um Don­ald Trump þar sem má lesa tæp­lega 1.600 frétt­ir um gjörðir for­set­ans á ár­inu. 

Trump á leið í jólafrí.
Trump á leið í jóla­frí. AFP

Trump tók sér stutt jóla­frí með fjöl­skyld­unni á Flórída en er nú mætt­ur aft­ur til vinnu þar sem hann seg­ir að verk­efni sitt fyr­ir árið 2018 sé ein­falt: „Að gera Banda­rík­in stór­feng­leg á ný.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka