Donald John Trump, 45. forseti Bandaríkjanna, var óneitanlega fyrirferðarmikill í fréttum af erlendum vettvangi á árinu sem er að líða. Forsetinn tók sér ýmislegt fyrir hendur á sínu fyrsta embættisári og má þar sem dæmi nefna samskipti hans við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, „eldflaugamanninn“ í Norður-Kóreu, starfsmannaveltu í Hvíta húsinu, múrinn og falsfréttir.
Á ýmsu gekk áður en Trump tók formlega við í janúar, sem gaf til kynna að líklega verður aldrei nein lognmolla í kringum embættistíð hans.
herferð tölvuinnbrota og hagræðingu fjölmiðlaumfjöllunar, sem beindist að forsetaframboði Hillary Clinton. Trump var fljótur að bregðast við skýrslunni og fullyrti að tölvuinnbrot Rússa hafi ekki haft áhrif á forsetakosningarnar.Trump sagði að um „falsfréttir“ (e. Fake news) væri að ræða, orð sem hann hefur síðar notað óspart. Falsfréttir náðu meira að segja slíku flugi á árinu að Collins orðabókin útnefndi orðið sem orð ársins.
Trump tjáði sig á Twitter-síðu sinni í janúar
brugðust einnig fljótt við og neituðu því að öryggisstofnanir landsins búi yfir gögnum sem geta verið skaðvænleg Trump. Dmitry Peskov, talsmaður Pútíns, sagði ásakanirnar tilraun til að skaða samskipti Rússlands og Bandaríkjanna.Stærsta gangan fór fram í Washington, þar voru konur í meirihluta og klæddust margar hverjar bleikum höttum með myndum af píkum á til þess að vitna í ummæli Trump frá 2005 þar sem hann stærði sig af því að „grípa í píkuna“ á konum.
„Þetta gengur ljómandi vel. Þið sjáið það á flugvöllunum, þið sjáið það út um allt,“ sagði Trump við blaðamenn eftir að ferðamönnum frá ofangreindum ríkjum var meinað að fara um borð í flugvélar sem áttu að fljúga til Bandaríkjanna. Víða brutust út mótmæli í kjölfar ákvörðunar Trumps.
dómsmálaráðherrar sextán ríkja Bandaríkjanna, þar á meðal Kaliforníu og New York. Þeir sögðu hana ekki samræmast stjórnarskránni. áfrýjaði hafnaði málið til umfjöllunar niðurstöðu að ekki væri ástæða til þess að afnema ákvörðun alríkisdómarans og féllu atkvæði allra dómara, alls þriggja, á sama hátt – að þjóðaröryggi væri ekki stefnt í hættu. Trump svaraði ákvörðun dómstólsins á Twitter og segir að þjóðaröryggi sé stefnt í hættu og að hann myndi fara áfram með málið á æðra dómstig, það er Hæstarétt Bandaríkjanna. nýja útgáfu af forsetatilskipun sinni Alríkisdómari í Hawaii setti lögbann á nýju tilskipun Trumps. aflétti Hæstiréttur Bandaríkjanna að hluta til lögbanni sem sett var á ferðabannið. Bannið tók því gildi og hafði í för með sér að einstaklingar sem ekki eiga „nána fjölskyldumeðlimi“ í Bandaríkjunum eða eiga viðskiptahagsmuna að gæta munu mögulega eiga erfitt með að komast inn í landið.Þriðja útgáfa ferðabannsins, sem nær til ríkisborgara Tsjads, Írans, Líbíu, Sómalíu, Sýrlands og Jemens, var kynnt til sögunnar í september og voru samstundis höfðuð mál þar sem efast var um lögmæti bannsins.
byrjun desember komst Hæstiréttur Bandaríkjanna að þeirri niðurstöðu að bandarískum stjórnvöldum væri heimilt að hrinda í framkvæmd endurskoðuðu ferðabanni ríkisborgara frá sex ríkjum þar sem múslimar eru í meirihluta.Ríkisstjórn Trumps telur ferðabannið mikilvægt til þess að tryggja þjóðaröryggi Bandaríkjanna og draga úr líkunum á hryðjuverkum. Sjö dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna töldu bannið standast lög en tveir voru á annarri skoðun.
Trump rak starfandi dómsmálaráðherra landsins úr starfi eftir að hún efaðist um lögmæti ákvörðunar hans um ferðabannið. Dómsmálaráðherrann, Sally Yates, hafði skömmu fyrir brottvikninguna skipað lögmönnum dómsmálaráðuneytisins að fara ekki að tilskipun forsetans.
Dana Boente, saksóknari í austurhluta Virginíu, tók tímabundið við starfi dómsmálaráðherra. Hann fyrirskipaði starfsfólki ráðuneytisins að fylgja skipun Trump varðandi bann við komu fólks frá ríkjunum sjö til Bandaríkjanna.
Sarah Huckabee Sanders tíu daga Steve Bannon Átökin í Charlottesville eru talin kveikjan að uppsögn Bannon, en Trump var gagnrýndur harðlega bæði úr röðum Repúblikana og Demókrata fyrir að þeir, sem mótmæltu hvítum kynþáttahöturum í borginni Charlottesville í Virginíu-ríki í Bandaríkjunum, bæru jafna ábyrgð á ofbeldinu sem braust út í kjölfarið. Gagnrýnendur Bannons úthrópuðu hann sem kynþáttahatara, en Bannon var alltaf umdeildur í starfsliði forsetans. hlera síma sína ásakanirnar væru rangar. rak Trump Comey úr starfi yfirmanns FBI. „Forsetinn hefur samþykkt tillögu dómsmálaráðherrans og aðstoðardómsmálaráðherrans um að segja upp forstjóra alríkislögreglunnar,“ sagði Sean Spicer, talsmaður Hvíta hússins.Comey hafði umsjón með tveimur rannsóknum tengdum Trump og undir stjórn Comey komst FBI að þeirri niðurstöðu að forseti Rússlands, Vladimír Pútín, hefði veitt samþykki fyrir því að reyna að hafa áhrif á niðurstöðu forsetakosninganna í Bandaríkjunum, Trump í hag. Fjölmiðlar vestra fóru fljótlega að líkja brottrekstrinum við Watergate.
Frétt mbl.is: Er Watergate að endurtaka sig?
Robert Mueller, í stöðu sérstaks ráðgjafa sem fékk það hlutverk að hafa yfirumsjón með rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum 2016.Comey kom fyrir rannsóknarnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í júní þar sem hann gerði grein fyrir samskiptum sínum við Trump. Comey viðurkenndi meðal annars fyrir nefndinni að hann hefði sjálfur lekið minnispunktum sínum af fundunum með Donald Trump í þeirri von um að það myndi leiða til skipunar sérstaks saksóknara til að leiða rannsókn á afskiptum Rússa af síðustu forsetakosningum.
Umræða um nýtt heilbrigðisfrumvarp
felldFrétt mbl.is: Obamacare lifir - þungt högg fyrir Trump
Trump ákvað að enda árið með því að valda ólgu enn á ný, nú með því að uppfylla eitt af stóru kosningaloforðum sínum: Að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Með ákvörðuninni steig Trump skref sem forsetar Bandaríkjanna hafa hingað til ákveðið að stíga ekki en ekkert ríki er með sendiráð í Jerúsalem líkt og Bandaríkin hafa nú ákveðið að gera.
Umfjöllun mbl.is: Trump viðurkennir Jerúsalem
„Ég hef ákveðið að kominn sé tími til þess að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels,“ sagði Trump í ræðu í Hvíta húsinu 6. desember.
öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman á neyðarfundi. Fjöldi erlendra ríkja og alþjóðastofnana hafa gagnrýnt ákvörðun Trumps harðlega og varað við mögulegum afleiðingum hennar.Eftir að Trump hafði gert grein fyrir ákvörðun sinni brutust út mikil mótmæli Palestínumanna með tilfallandi átakum og ákalli um stríð gegn Ísrael samhliða vaxandi áhyggjum af því að til blóðsúthellinga komi fyrir botni Miðjarðarhafsins.
Á neyðarfundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna var ákveðið að kjósa um hvort synja ætti ákvörðun Trumps um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels.
Í tillögu öryggisráðsins segir að yfirlýsing Bandaríkjastjórnar hafi ekkert lagalegt gildi og að fella verði hana úr gildi. Eins og við mátti búast beittu Bandaríkin neitunarvaldi sínu í atkvæðagreiðslunni.
Þá var komið að næstu stofnun Sameinuðu þjóðanna, allsherjarþinginu, að boða til neyðarfundar. Ákvörðun Trumps var einnig tekin fyrir þar og á fundi þingsins rétt fyrir jól samþykkti þingið frumvarp um að hafna viðurkenningu Bandaríkjanna á því að Jerúsalem verði höfuðborg Ísraels.
Atkvæðagreiðslur á allsherjarþinginu eru hins vegar ekki bindandi en ályktanir sem fá yfirgnæfandi stuðning hafa mikið pólitískt vægi.
Trump brást við með því að skerða fjárframlög Bandaríkjanna til Sameinuðu þjóðanna um 285 milljónir dollara.
Enn er því ekki ljóst hver endanleg áhrif ákvörðunar Trumps mun hafa á alþjóðasamfélagið. Flutningur sendiráðsins frá Tel Aviv til Jerúsalem mun að minnsta kosti taka einhvern tíma.
Þessi listi yfir embættisverk Trump á árinu er alls ekki tæmandi. Trump hefur varla átt dauða stund á árinu, svo mikið er víst, og má við þennan lista bæta umdeilda skattalöggjöf sem tók gildi rétt fyrir jól, úrsögn Bandaríkjanna úr Parísarsáttmálanum og stórfurðuleg samskipti Trumps við ráðamenn í Norður-Kóreu.
Áhugasömum er bent á fréttaknippi mbl.is um Donald Trump þar sem má lesa tæplega 1.600 fréttir um gjörðir forsetans á árinu.
Trump tók sér stutt jólafrí með fjölskyldunni á Flórída en er nú mættur aftur til vinnu þar sem hann segir að verkefni sitt fyrir árið 2018 sé einfalt: „Að gera Bandaríkin stórfengleg á ný.“