Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, beinir sjónum sínum að Pakistan í fyrstu færslunni á Twitter árið 2018. Hann sakar Pakistana um lygar og blekkingar í garð Bandaríkjanna á sama tíma og þjóðin þiggur milljarða Bandaríkjadala í aðstoð.
Hann sakar Pakistana einnig um að skjóta skjólshúsi yfir hryðjuverkamenn.
Pakistönsk yfirvöld hafa svarað tísti Trumps fullum hálsi og vísar til ófara Bandaríkjamanna í Afganistan.
Í frétt BBC kemur fram að Bandaríkin íhugi að neita að láta af hendi yfir 250 milljónir Bandaríkjadala aðstoð sem átti að afhenda yfirvöldum í Islamabad í ágúst en var frestað.
The United States has foolishly given Pakistan more than 33 billion dollars in aid over the last 15 years, and they have given us nothing but lies & deceit, thinking of our leaders as fools. They give safe haven to the terrorists we hunt in Afghanistan, with little help. No more!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 1, 2018
Yfirvöld í Pakistan boðuðu sendiherra Bandaríkjanna á sinni fund vegna skrifa Trump á Twitter í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá bandaríska sendiráðinu er afar fátítt að sendiherrann sé kallaður á fund utanríkisráðuneytisins en yfirvöld í Pakistan eru afar ósátt við tíst Trumps.