Bernie Sanders segir Ísland fyrirmynd

Bernie Sanders.
Bernie Sanders. AFP

„Við verðum að fylgja fordæmi bræðra okkar og systra á Íslandi og krefjast sömu launa fyrir sömu vinnu strax, óháð kyni, uppruna, kynferði eða þjóðerni.“

Þetta segir bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders á Facebook-síðu sinni í dag. Sanders, sem þykir mjög vinstrisinnaður á bandarískan mælikvarða, sóttist eftir útnefningu Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári en laut í lægra haldi fyrir Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra landsins.

Sanders vísar í umfjöllun fréttavefjar Al Jazeera um lög um jafnlaunavottun og bætir við að samhliða baráttunni gegn áformum sem hann segir Repúblikanaflokkinn hafa um að konur njóti annars flokks réttinda sé mikilvægt að missa ekki sjónar af því að raunverulegt markmið sé að framfarir eigi sér stað í þessum efnum og réttindi kvenna verði aukin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert