Minn er stærri en hans

AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur greinilega kynnt sér stærð kjarnorkuvopnahnapps forseta Norður-Kóreu, Kim Jong-un, því hann skrifar á Twitter í gærkvöldi að sinn hnappur sé mun stærri og öflugri en Kims.

Trump fór mikinn á Twitter í gærkvöldi og beindi sjónum sínum víða. Má þar nefna Palestínu, Íran, Norður-Kóreu, fjölmiðlum og flugsamgöngum.

Ekki er langt síðan Kim varaði við því að hnappurinn til þess að virkja kjarnorkuvopn landsins væri alltaf á borðinu hjá honum.

Ummæli Trumps á Twitter í gærkvöldi vöktu athygli meðal fólks á samfélagsmiðlum líkt og venja er og skiptust menn á skoðunum með og á móti hnappametingi forsetans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka