Segir „æsinguna“ kveðna niður

00:00
00:00

Mohammad Ali Jafari, æðsti hers­höfðingi bylt­ing­ar­hers Íran, hef­ur lýst því yfir að búið sé að kveða niður „æs­ing­una“ í land­inu. Jafari lýsti þessu yfir í dag á sama tíma og tug­ir þúsunda söfnuðust sam­an víða um land til þess að sýna stuðning við stjórn­völd.

„Æsing­in“ sem Jafari seg­ist bú­inn að kveða niður er alda mót­mæla sem staðið hafa yfir frá því á fimmtu­dag þar sem 21 hafa lát­ist. Í upp­hafi snér­ust mót­mæl­in um al­menn­ar verðhækk­an­ir og spill­ingu en breytt­ust svo yfir í fjölda­mót­mæli gegn klerka­stjórn­inni og stefnu stjórn­valda.

Sam­kvæmt BBC sagði Jafari hers­höfðingi: „Í dag get­um við sagt að þetta er end­ir­inn á æs­ingn­um ´96,“ þar vís­ar hann til árs­ins sem nú stend­ur yfir sam­kvæmt pers­neska daga­tal­inu sem er árið 1396. Enn­frem­ur sagði hann viðbúnað ör­ygg­is­sveita og ár­vekni borg­ara hafa leitt til sig­urs gegn „óvin­un­um.

Fólk heldur uppi borða til stuðnings mótmælendum í Íran sem …
Fólk held­ur uppi borða til stuðnings mót­mæl­end­um í Íran sem á seg­ir: „tján­ing­ar­frelsi“ á ensku, rómönsku og pers­nesku. AFP

Hann sagði „óvin­ina“ hafa gert til­raun til að ógna menn­ingu, efna­hag og ör­yggi lands­ins. Mál­flutn­ing­ur hers­höfðingj­ans er sam­hljóma má­flutn­ingi erkiklerks­ins Ali Khameini en hann skell­ir einnig skuld­inni á ótil­greinda „óvini.“ Grein­end­ur telja hann hafa átt við Banda­rík­in, Ísra­el og Sádi-Ar­ab­íu.

Ali Khameini erkiklerkur Írans.
Ali Khameini erkiklerk­ur Írans. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert