Fresta heræfingum vegna Ólympíuleika

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti og Moon Jae-In, forseti Suður-Kóreu, hafa samþykkt að fresta fyrirhuguðum heræfingum þjóðanna fram yfir Vetrarólympíuleikana sem verða haldnir í Pyeongchang í Suður-Kóreu í næsta mánuði.

„Leiðtogarnir tveir hafa samþykkt að sameiginlegar heræfingar Bandaríkjanna og Suður-Kóreu verði ekki haldnar meðan á Ólympíuleikunum stendur og einnig að hermenn beggja landa muni gera sitt besta til að tryggja öryggi á Ólympíuleikunum,“ segir í yfirlýsingu frá forsætisráðuneyti Suður-Kóreu.

Fyrr í dag sagði Trump að fyrirhugaðar viðræður Norður- og Suður-Kóreu í næstu viku, sem verða þær fyrstu frá árinu 2015, væru „gott mál“.

Fram kom í gær að stjórn­völd í Norður-Kór­eu hafi opnað á ný fyr­ir beint síma­sam­band við stjórn­völd í Suður-Kór­eu en tvö ár eru síðan klippt var á þau sam­skipti að skip­un ein­ræðis­herr­ans Kims Jong-un.

Moon Jae-In, forseti Suður-Kóreu.
Moon Jae-In, forseti Suður-Kóreu. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert