Jákvætt tíst hjá Trump

AFP

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, er jákvæður í morgunsárið á Twitter þar sem hann fjallar um að stjórnvöld í Norður-Kóreu hafi opnað á ný fyrir beint símasamband við stjórnvöld í Suður-Kóreu en tvö ár eru síðan klippt var á þau samskipti að skipun einræðisherrans Kims Jong-un.

Væntanlega kemur fáum á óvart að Trump reynir að eigna sér heiðurinn af því. Talar hann um mislukkaða sérfræðinga sem reyni að gera sig breiða. En Trump efast stórlega um að samtal og viðræður milli ríkjanna tveggja væru að eiga sér stað ef það væri ekki fyrir staðfestu hans og þann styrk sem hann hefur sýnt gagnvart Norður-Kóreu. Sérfræðingarnir séu bjánar en viðræðurnar séu jákvæðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka