Donald Trump Bandaríkjaforseti blæs á þær kenningar að andlegri heilsu hans sé ábótavant. Í morgun hefur hann látið tístum rigna á Twitter og sagt að hann sé í raun snillingur í góðu jafnvægi.
„Í raun hafa tveir mínir helstu kostir alla tíð verið andlegt jafnvægi og að vera, eiginlega, mjög gáfaður,“ skrifaði Trump meðal annars.
....Actually, throughout my life, my two greatest assets have been mental stability and being, like, really smart. Crooked Hillary Clinton also played these cards very hard and, as everyone knows, went down in flames. I went from VERY successful businessman, to top T.V. Star.....
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 6, 2018
Ummælin hefur Trump látið falla í kjölfar útkomu bókarinnar Eldur og ofsareiði, Fire and Fury, eftir Michael Wolff. Í bókinni er rætt við tugi manna sem unnið hafa með Trump og segjast sumir þeirra efast um geðheilsu hans.