Trump segist snillingur í góðu jafnvægi

Bókin Fire and Fury kom í bókabúðir í gær.
Bókin Fire and Fury kom í bókabúðir í gær. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti blæs á þær kenningar að andlegri heilsu hans sé ábótavant. Í morgun hefur hann látið tístum rigna á Twitter og sagt að hann sé í raun snillingur í góðu jafnvægi.

„Í raun hafa tveir mínir helstu kostir alla tíð verið andlegt jafnvægi og að vera, eiginlega, mjög gáfaður,“ skrifaði Trump meðal annars.

Ummælin hefur Trump látið falla í kjölfar útkomu bókarinnar Eldur og ofsareiði, Fire and Fury, eftir Michael Wolff. Í bókinni er rætt við tugi manna sem unnið hafa með Trump og segjast sumir þeirra efast um geðheilsu hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert