Kulnað eldfjall gaus skyndilega

Gosmökkurinn liggur að mestu á haf út.
Gosmökkurinn liggur að mestu á haf út. Mynd/Facebook-síða Samritan Aviation

Um 600 íbúar lítillar eyju skammt frá Papúa Nýju-Gíneu voru fluttir á brott eftir að eldfjall sem talið var kulnað hóf að gjósa. Gosmökkur stígur nú upp úr fjallinu.

Eyjan heitir Kadovar. Eldfjallið er um 500 metra hátt og hófst gosið á föstudag. 

„Síðan þá hefur gosmökkur staðið til norðnorðvesturs. Hann leggst aðallega yfir hafið,“ segir talsmaður eldfjallamiðstöðvar á svæðinu í samtali við AFP-fréttastofuna. 

„Einhver virkni var í fjallinu árið 2015 svo að það hefur rumskað en það gaus ekki á þeim tíma og það er eina virknin sem orðið hefur í því á sögulegum tíma,“ segir talsmaður eldfjallamiðstöðvarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert