Eldur í Trump Tower

Mikill reykur kom frá Trump Tower í dag.
Mikill reykur kom frá Trump Tower í dag. AFP

Eldur kviknaði í loftræstikerfi í Trump Tower í New York í dag. Einn maður slasaðist alvarlega í eldsvoðanum.

Eldurinn kom upp á þaki hússins um hádegi að íslenskum tíma, 7 að morgni að staðartíma. Í turninum er íbúð Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, sem hann dvelur í er hann er í borginni. Trump var ekki í húsinu er eldurinn kom upp. 

84 slökkviliðsmenn voru kvaddir á vettvang í dag til að ráða niðurlögum eldsins. Vel gekk að ná tökum á honum og um klukkutíma síðar var búið að slökkva hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka