Bannon hættir hjá Breitbart

Steve Bannon er nú hættur hjá Breitbart-fréttaveitunni.
Steve Bannon er nú hættur hjá Breitbart-fréttaveitunni. AFP

Stephen K. Bannon, fyrr­ver­andi ráðgjafi Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta, er hætt­ur sem fram­kvæmda­stjóri hægriöfga­f­rétta­veit­unn­ar Breit­bart. New York Times greindi frá þessu í dag, en Re­bekah Mercer, einn af eig­end­um frétta­veit­unn­ar, er sögð bera ábyrgð á brott­hvarfi Bannons.

Bannon á nú í mikl­um erfiðleik­um með að sefa reiði sem orð hans um and­lega heilsu Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta í nýrri bók Michael Wolff, Fire and Fury: Insi­de the Trump White Hou­se, hafa vakið hjá stuðnings­mönn­um for­set­ans.

Bannon og Breit­bart munu vinna í sam­ein­ingu að því að þetta gangi vel fyr­ir sig, sagði í yf­ir­lýs­ingu frá Larry Solov, for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins.

Haft er eft­ir Bannon í yf­ir­lýs­ing­unni að hann sé „stolt­ur af þeim ár­angri sem Breit­bart-teymið hafi náð og að tek­ist hafi að koma á fót heimsklassa­f­rétta­veitu á svo stutt­um tíma.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert