Ummæli forsetans til skammar

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Talsmaður mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna hefur fordæmt ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta en forsetinn spurði „hvers vegna allt þetta fólk frá þessum skítalöndum“ kæmi til Bandaríkjanna.

Skíta­lönd­in (shit­hole countries) sem um ræðir eru Haítí, El Sal­vador og ríki Afr­íku. 

Hvíta húsið hefur ekki reynt að leiðrétta ummæli forsetans.

„Ákveðnir bandarískir stjórnmálamenn berjast fyrir erlend ríki. Trump forseti mun hins vegar alltaf berjast fyrir bandarísku þjóðina,“ sagði Raj Shah, talsmaður Hvíta hússins.

„Ef hann lét hafa þetta eftir sér þá eru þetta sláandi og skammarleg ummæli frá forseta Bandaríkjanna. Það er ekki hægt að segja neitt annað en að ummælin eru rasísk,“ sagði Rupert Col­ville, talsmaður mann­rétt­inda­skrif­stofu SÞ.

Hann bætti því við að nýjustu ummæli Trumps og önnur frá honum um fólk frá Mexíkó eða ofbeldið í Charlottesville færu gegn gildum sem kappkostað hefði verið að halda á lofti í heiminum síðan við lok seinni heimsstyrjaldarinnar. 

Colville bætti því við að orð Trumps „opnuðu dyrnar að verstu hliðum mannkyns“.

Mia Love, eini þingmaðurinn á bandaríska þinginu sem á foreldra frá Haítí, hefur krafist þess að Trump biðjist afsökunar á „harðbrjósta ummælum sem valda sundrungu“.

Um­mæl­in lét Trump falla á fundi með þing­mönn­um í for­seta­skrif­stofu sinni í Hvíta hús­inu í gær.

Umfjöllun BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert