Biður fórnarlömb kynferðisofbeldis afsökunar

Deneuve biður fórnarlömb kynferðisofbeldis afsökunar en stendur við orð sín.
Deneuve biður fórnarlömb kynferðisofbeldis afsökunar en stendur við orð sín. AFP

Franska leikkonan Cat­her­ine Deneuve hefur beðist afsökunar á því hafi hún móðgað einhver fórnarlömb kynferðisofbeldis með því að skrifa undir opið bréf þar sem 100 franskar konur gagnrýna hreintrúarstefnu sem þær segja vera að ryðja sér til rúms í kjölfar hneykslismála tengdum kynferðislegri áreitni. AFP-fréttastofan greinir frá.

Bréfið var birt í franska blaðinu Le Monde síðastliðinni viku og hefur vakið hörð viðbrögð. Deneuve sagði í kjölfar birtingar bréfsins að karlar mættu reyna við konur, en á sama tíma væri kynferðisofbeldi glæpur.

Þrátt fyrir afsökunarbeiðnina segist hún standa við undirskriftina og orð sín. „Ég vil ávarpa öll fórnarlömb þessara hræðilegu gjörða sem fannst ráðist á sig í þessu bréfi sem birtist í Le Monde. Fórnarlömbin og aðeins þau bið ég afsökunar,“ sagði hún í yfirlýsingu sem birtist í dag.

Frétt mbl.is: „Karlar mega reyna við konur“ 

Kon­urn­ar sem skrifuðu und­ir umrætt bréf eru rit­höf­und­ar, lista­menn og fræðimenn. Þær tala um norna­veiðar sem geti ógnað kyn­ferðis­legu frelsi fólks. Bréfið er ritað í kjöl­far umræðu um kyn­ferðis­brot Hollywood-kvik­mynda­fram­leiðand­ans Har­veys Wein­steins.

Í bréf­inu er ráðist á her­ferðir eins og #MeT­oo og frönsku út­gáf­una #Bal­ancet­on­porc (komið ykk­ur út svín­in ykk­ar, í laus­legri þýðingu) og segja kon­urn­ar að þetta sé ný út­gáfa hrein­trú­ar­stefnu. Að sjálf­sögðu sé nauðsyn­legt að berj­ast gegn kyn­ferðis­legu of­beldi gagn­vart kon­um, ekki síst á vinnu­markaði, en bar­átt­an hafi breyst í norna­veiðar.

„Bar­átta sem hófst með því að veita kon­um frelsi til að tjá sig hef­ur í dag snú­ist upp í and­stöðu sína. Við hræðum fólk til þess að tala eft­ir bók­inni og þögg­um niður í þeim sem ekki falla í kramið. Þær kon­ur sem neita því að vera með eru álitn­ar sam­sek­ar eða svik­ar­ar,“ seg­ir meðal ann­ars í bréf­inu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert