Sænski herinn gegn glæpagengjum?

Forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven.
Forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven. AFP

For­sæt­is­ráðherra Svíþjóðar, Stefán Löf­ven, úti­lok­ar ekki að kalla út sænska her­inn til þess að berj­ast gegn glæpa­gengj­um í land­inu. Þetta kem­ur fram í frétt Reu­ters en vax­andi of­beld­is­verk í Svíþjóð á und­an­förn­um árum valda íbú­um lands­ins mikl­um áhyggj­um.

Frétta­stof­an TT hef­ur eft­ir Löf­ven að það væri ekki fyrsti val­kost­ur hans að kalla úr her­inn til þess að tak­ast á við vand­ann, sem marg­ir ótt­ast að lög­regl­an ráði ekki við, en hann væri engu að síður reiðubú­inn að grípa til allra ráða til þess að kveða niður of­beldið. 

Löf­ven var spurður út í mögu­lega aðkomu hers­ins í kjöl­far umræðu í sænska þing­inu þar sem Jimmie Åkes­son, leiðtogi Svíþjóðardemó­krata sem berj­ast fyr­ir harðri inn­flytj­enda­stefnu, kallaði eft­ir því að lýst yrði yfir stríði á hend­ur skipu­lagðri glæp­a­starf­semi.

Lagði Åkes­son til að sænski her­inn yrði kallaður út í þeim til­gangi að berj­ast gegn glæpa­gengj­um. Fjöldi morða árið 2016, en nýj­ustu töl­ur eru frá því ári voru 106, en hins veg­ar urðu um 300 skotárás­ir í land­inu. Aðallega í tengsl­um við glæpa­gengi.

Rík­is­stjórn Löf­vens, sem er minni­hluta­stjórn Jafnaðarmanna­flokks hans og Græn­ingja, hef­ur heitið því að leggja meiri fjár­muni í lög­gæslu fram til árs­ins 2020. Enn frem­ur að herða refs­ing­ar vegna skotárása og auðvelda lög­reglu að hlera síma og tölvu­póst.

„Fólk er skotið til bana á pizza­stöðum, fólk er drepið með hand­sprengj­um sem það finn­ur á göt­unni,“ er haft eft­ir Åkes­son. „Þetta er hin nýja Svíþjóð; hin nýja, spenn­andi, kraft­mikla, fjöl­menn­ing­ar­lega para­dís sem svo marg­ir á þessu þingi hafa bar­ist fyr­ir svo lengi.“

Þing­kosn­ing­ar fara fram í Svíþjóð í haust en talið er að lög­gæslu­mál verði áber­andi í kosn­inga­bar­átt­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert