Bandaríska alríkinu lokað

00:00
00:00

Ekki náðist að semja í öld­unga­deild Banda­ríkjaþings um fram­leng­ingu á fjár­lög­um í gær­kvöldi og er því búið að loka banda­ríska al­rík­inu. Það þýðir að fyr­ir utan mik­il­væg­ustu grunnþjón­ustu hef­ur öll­um stofn­un­um rík­is­ins verið lokað og starfs­menn þar fá ekki greidd laun. Þetta nær þó ekki til bráðamót­töku, grunnör­ygg­is­mála, póstþjón­ustu, flug­um­ferðar­stjórn­ar, fang­elsa, skatts­ins, raf­magnsveitna og fleiri starfa sem tengj­ast grunnþjón­ustu.

Síðast varð lok­un al­rík­is­ins árið 2013 og stóð sú lota yfir í 16 daga.

Full­trúa­deild Banda­ríkjaþings samþykkti fyr­ir helgi fram­leng­ingu á fjár­lög­un­um með 230-197 meiri­hluta. Í öld­unga­deild­inni náðist hins veg­ar ekki meiri­hluti, en til að slík lög fari þar í gegn þarf samþykki alla­vega 60 af 100 þing­mönn­um. Ekki tókst að setja fjár­lög í lok síðasta fjár­laga­árs í sept­em­ber og síðan þá hef­ur starf­semi rík­is­ins verið haldið gang­andi með ít­rekuðum fram­leng­ing­um.

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hafði verið vongóður um að náðst myndi sátt um frum­varpið, en stuttu fyr­ir miðnætti að banda­rísk­um tíma sagði hann á sam­fé­lags­miðlum að hann væri svart­sýnn. Hafði Chcuk Schumer, leiðtogi Demó­krata í öld­unga­deild­inni, sagt að of langt væri á milli deiluaðila til að hægt yrði að semja á svo skömm­um tíma, eft­ir að Trump boðaði hann á sinn fund í gær.

Ekki náðist samstaða í bandarísku öldungadeildinni um framlengingu á fjárlögunum.
Ekki náðist samstaða í banda­rísku öld­unga­deild­inni um fram­leng­ingu á fjár­lög­un­um. AFP

Aðal­deilu­mál flokk­anna tveggja á Banda­ríkjaþingi er krafa demó­krata um að meira en 700 þúsund ólög­leg­ir inn­flytj­end­ur, sem komu til Banda­ríkj­anna sem börn og höfðu notið ákveðinn­ar vernd­ar í stjórn­artíð Baracks Obama, muni áfram njóta henn­ar. Er um að ræða svo­kölluð drauma­börn (e. drea­mers). Trump til­kynnti hins veg­ar að hann myndi loka á alla vernd þeirra og að þau gætu bú­ist við að verða vísað úr landi. Gaf hann full­trúa­deild þings­ins frest fram í mars til að kom­ast að niður­stöðu um hvernig skyldi út­færa brott­flutn­ing­inn.

Það eru þó ekki bara demó­krat­ar sem voru and­snún­ir því að samþykkja fram­leng­ing­una. Fjór­ir re­públi­kan­ar kusu með demó­kröt­um og féllu at­kvæði þannig að 50 samþykktu fram­leng­ingu en 49 voru á móti.

Lok­un­in núna er sögu­leg því óal­gengt er að slíkt komi fyr­ir þegar einn flokk­ur er með meiri­hluta í báðum þing­deild­um sem og for­seta­embættið, eins og staðan er núna.



Á miðnætti var ljóst að samkomulagið hefði ekki náðst.
Á miðnætti var ljóst að sam­komu­lagið hefði ekki náðst. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert