Hagnast á kvölum annarra

Samkvæmt upplýsingum frá bandarísku lýðheilsustofnuninn létust 53 þúsund Bandaríkjamenn úr …
Samkvæmt upplýsingum frá bandarísku lýðheilsustofnuninn létust 53 þúsund Bandaríkjamenn úr ofneyslu ópíóíða árið 2016. AFP

Sackler-fjöl­skyld­an er ein sú rík­asta í Banda­ríkj­un­um en auður­inn er að mestu til kom­inn af sölu á lyf­inu OxyCont­in. Lyfi sem á stór­an þátt í því að yfir 200 þúsund Banda­ríkja­menn hafa dáið af of stór­um skammti frá ár­inu 1999. Fjöl­skylda sem hagn­ast á kvöl­um annarra.

Bræðurnir þrír voru allir menntaðir læknar.
Bræðurn­ir þrír voru all­ir menntaðir lækn­ar. Skjá­skot af bræðrun­um þrem­ur

Ætt­ar­nafn þriggja bræðra, þeirra Arth­ur, Morti­mer og Raymond Sackler sést víða þegar farið er um helstu lista­söfn og galle­rí heims, há­skóla, sjúkra­hús og virt­ar vís­inda­stofn­an­ir. En þegar lyfja­fyr­ir­tækið Pur­due Pharma er sótt heim, hvort sem það er í raun­heim­um eða net­heim­um, sést það varla. Enda hef­ur fjöl­skyld­an farið hljótt. Svo hljótt að það var ekki fyrr en árið 2015 sem For­bes-tíma­ritið áttaði sig á auðæfum henn­ar. Það ár voru eign­ir fjöl­skyld­unn­ar metn­ar á 14 millj­arða Banda­ríkja­dala, sem svar­ar til 1.438 millj­arða ís­lenskra króna. Sackler-fjöl­skyld­an hef­ur skotið Rocke­fell­er-fjöl­skyld­unni ref fyr­ir rass þegar kem­ur að ver­ald­leg­um eign­um en ólíkt Rocke­fell­er þá er stór hluti eigna Sackler kom­inn til á síðustu árum. Eða allt frá því Pur­due Pharma setti OxyCont­in á markað árið 1996. 

Sam­svar­ar 11. sept­em­ber 2001 á þriggja vikna fresti

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá banda­rísku lýðheilsu­stofn­un­inni, Centers for Disea­se Control, lét­ust 53 þúsund Banda­ríkja­menn úr of­neyslu ópíóíða árið 2016 en sama ár lét­ust 36 þúsund í bíl­slys­um. 35 þúsund lét­ust af völd­um skotsára það ár. Fjöld­inn sem deyr úr of­neyslu í Banda­ríkj­un­um sam­svar­ar því að hryðju­verk­in sem voru fram­in 11. sept­em­ber 2001 end­ur­tækju sig á þriggja vikna fresti. Sem skýr­ir kannski hvers vegna for­seti Banda­ríkj­anna, Don­ald Trump, tal­ar um plágu þegar hann tal­ar um ópíóíða og lýsti yfir neyðarástandi vegna mis­notk­un­ar þeirra á síðasta ári. Síðast var lýst yfir neyðarástandi á heil­brigðis­sviði í Banda­ríkj­un­um árið 2009 þegar H1N1-flensu-far­ald­ur­inn geisaði.

Lyfjafíkn leiðir marga í heróín þar sem það er mun …
Lyfjafíkn leiðir marga í heróín þar sem það er mun ódýr­ara og auðveld­ara að út­vega sér það á svört­um markaði en lyf­seðils­skyld lyf. AFP

Vandi sem hófst fyr­ir 20 árum

Ólaf­ur B. Ein­ars­son, verk­efna­stjóri lyfja­mála hjá embætti land­lækn­is, hef­ur fjallað mikið um ópíóíða og hætt­una á fíkn. Í grein sem hann skrifaði í sum­ar kom fram að árið 2015 glímdu tvær millj­ón­ir Banda­ríkja­manna, tólf ára og eldri, við al­var­lega fíkn vegna ávísaðra ópíóíða og 600 þúsund glímdu við ópíóíðafíkn sem fólst í notk­un heróíns. Ef sam­bæri­leg­ur vandi væri til staðar á Íslandi glímdu yfir tvö þúsund Íslend­ing­ar við al­var­leg­an fíkni­vanda vegna ávísaðra ópíóíða.

„Þetta eru óhugn­an­leg­ar töl­ur en í frétta­flutn­ingi hef­ur verið rætt um aðgerðir sem banda­rísk heil­brigðis­yf­ir­völd hafa ráðist í til að reyna að sporna við ástand­inu en um­fjöll­un­in hef­ur einnig snú­ist um að greina hvaða ástæður liggja að baki vand­an­um. Þessi mikli vandi hófst fyr­ir rúm­um tutt­ugu árum með markaðssetn­ingu lyfja­fyr­ir­tækja á nýj­um lyfj­um sem áttu að virka vel gegn verkj­um en áttu ekki að skapa fíkni­vanda,“ seg­ir í grein Ólafs.

Ópíóíða-vand­inn í Banda­ríkj­un­um er að mestu leyti tengd­ur við eitt lyf sem inni­held­ur oxýcódón. Lyfið kom á markað 1939 í Banda­ríkj­un­um og átti að vera sam­bæri­legt lyf og morfín. Lyfið hafði stutt­an verk­un­ar­tíma og þurftu þeir sem tóku það við krón­ísk­um verkj­um að taka það með jöfnu milli­bili all­an sól­ar­hring­inn.

Markaðssett sem ör­ugg­ara form ópíóíða

Þegar Pur­due Pharma setti lyfið OxyCont­in á markað var það markaðssett sem ör­ugg­ara form ópíóíðaOxyCont­in var selt sem forðahylki en við inn­töku frá­sog­ast inni­haldið yfir ákveðinn tíma og átti þannig að koma í veg fyr­ir háan topp á styrk inni­halds­efn­anna í blóði sem draga átti úr hættu á áv­ana­bind­ingu lyfs­ins. Fólk komst hins veg­ar að því að hægt var að kremja hylk­in og ná úr þeim duft­inu og sniffa það eða leysa upp og sprauta sig með því. Á þann hátt aukast áhrif lyfj­anna marg­falt miðað við að þau séu tek­in um munn en jafn­framt aukast lík­ur á önd­un­ar­bæl­ingu sem er meg­in­or­sök dauðsfalla.

Höfuðstöðvar Purdue Pharma.
Höfuðstöðvar Pur­due Pharma. Vef­ur Pur­due Pharma

Í markaðssetn­ingu á OxyCont­in var lækn­um tal­in trú af lyfja­fram­leiðand­an­um að hætta á áv­ana­bind­ingu væri lít­il og að lyfið hentaði vel við krón­ísk­um verkj­um vegna þess að lyfið los­ar oxýkó­dón hægt yfir 12 klukku­stund­ir. Annað kom í ljós því fjöldi fólks ánetjaðist lyfj­un­um og þeir sem tóku lyf­in við krón­ísk­um verkj­um þróuðu einnig með sér mik­inn fíkni­vanda, seg­ir Ólaf­ur.

Miklu frek­ar markaðsmenn en lækn­ar

Í grein sem birt var í New Yor­ker í vet­ur kem­ur fram að Sackler-bræðurn­ir þrír, sem all­ir voru menntaðir lækn­ar, hafi miklu frek­ar verið markaðsmenn en lækn­ar. Því þeir fóru ung­ir að hagn­ast á því að markaðssetja lyf og fleiri vör­ur. 

Sackler-fjöl­skyld­an sker sig samt ekki úr hvað varðar auð því fjöl­marg­ir hafa hagn­ast um millj­arða á fram­leiðslu tób­aks, bíla og skot­vopna en yf­ir­leitt teng­ist auður­inn ekki bara einni vöru líkt og í til­viki fjöl­skyld­unn­ar hvað varðar OxyCont­in.

Fel­ur tengsl sín við vör­una

Fords, Hewletts, Packards, John­sons — all­ar þess­ar fjöl­skyld­ur tengja nafn sitt við fram­leiðslu sína og seg­ir Keith Hump­hreys, pró­fess­or í geðlækn­ing­um við Stan­ford Uni­versity School of Medic­ine, það vera vegna þess að fjöl­skyld­urn­ar eru stolt­ar af vör­unni. 

„Sackler [fjöl­skyld­an] hef­ur falið tengsl sín við fram­leiðsluna. Þeir kalla það ekki Sackler Pharma. Þeir nefna jafn­vel ekki töfl­urn­ar sín­ar Sackler pills. Þegar þeir eru spurðir þá segja þeir að þetta sé einka­fyr­ir­tæki og þeir séu fjöl­skylda sem vilji halda fast í friðhelgi sína,“ seg­ir hann. 

Fjór­ir af hverj­um fimm sem enda í heróíni byrjuðu í lyfj­um

Líkt og fram hef­ur komið enda marg­ir þeirra sem verða háðir verkjalyfj­um í heróíni enda mun auðveld­ara og ódýr­ara að verða sér úti um það en lyf­seðils­skyld lyf. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá American Society of Addicti­on Medic­ine hafa fjór­ir af hverj­um fimm sem prófa heróín byrjað sína fíkn í lyf­seðlis­skyld­um lyfj­um. Nýj­ustu töl­ur frá Centers for Disea­se Control and Preventi­on benda til þess að allt að 143 Banda­ríkja­menn deyi dag­lega úr of stór­um skammti af ópíóíðum.
Ekki má gleyma því að ópíóíðar og önnur verkjalyf nýtast …
Ekki má gleyma því að ópíóíðar og önn­ur verkjalyf nýt­ast vel fyr­ir til að mynda þjáða krabba­meins­sjúk­linga. Wikipedia/​Cal­leama­necer

Þeir sem hafa rann­sakað og fylgst lengi með ópíóíðamarkaðnum í Banda­ríkj­un­um segja að vand­inn varðandi fíkn í lyf­seðils­skyld lyf hafi stökk­breyst árið 1996. Þar sem lækn­ar hafi í auknu mæli farið að skrifa upp á slík lyf fyr­ir sjúk­linga sína. Breyt­ing sem var vand­lega stýrt af Pur­due.

Það ár fór OxyCont­in á markað og fjölliða her­ferð fyr­ir­tæk­is­ins gagn­vart grun­laus­um lækn­um fór af stað. 

Son­ur Raymond Sackler, Rich­ard, fór þar fremst­ur í flokki. Hann er lækn­ir líkt og faðir hans og föður­bræður. Rich­ard hóf störf hjá Pur­due 1971 sem aðstoðarmaður föður síns og vann sig upp til met­orða inn­an fyr­ir­tæk­is­ins. Í raun er hann sá eini í fjöl­skyld­unni sem hef­ur lagt nafn sitt við lyfja­fyr­ir­tækið en samt sem áður hef­ur hann, ekk­ert frek­ar en bræðurn­ir þrír, verið sak­sótt­ur fyr­ir sinn hlut í því að markaðssetja OxyCont­in sem skaðlaust lyf. 

Oxycodo­ne, sem er ódýrt að fram­leiða, var þegar í notk­un í öðrum lyfj­um eins og Percod­an (en þá er því blandað sam­an við asp­ir­in) og Percocet (en þar er því blandað sam­an við ty­lenol). Pur­due bjó til töfl­ur með hreinu oxycodo­ne og var ákveðið að meg­in­fram­leiðslan yrði 10 milli­gramma töfl­ur en einnig júm­bótöfl­ur sem inni­héldu 80 og 160 milli­grömm af oxycondo­ne.

Ein tafla get­ur valdið dauða

OxyCont­in er á markaði á Íslandi en sem dæmi um hversu sterk lyf­in eru gæti ein 80 mg tafla valdið dauða vegna ofskömmt­un­ar hjá þeim sem hef­ur ekki myndað þol gegn lyf­inu. Þessi skammt­ur gæti hins veg­ar verið eðli­leg­ur til verkj­astill­ing­ar fyr­ir þann sem hef­ur myndað þol gegn lyf­inu. Á fyrri hluta árs­ins 2017 fengu 43 ein­stak­ling­ar ávísað yfir tvö­föld­um skammti af Oxycodo­ne hvern dag sem er 22,8 pró­sent aukn­ing frá 2016. Hafa ber í huga að marg­ir þeir sem fá slíka skammta gætu verið að glíma við al­var­leg veik­indi eða í líkn­andi meðferð vegna krabba­meins,“ seg­ir Ólaf­ur B. Ein­ars­son.

Afl sem minn­ir á kjarn­orku­sprengju 

Eins og Barry Meier skrif­ar í bók­inni Pain Killer: A „Wond­er“ Drug's Trail of Addicti­on and De­ath, má líta á OxyCont­in sem kjarn­orku­sprengju ef horft er á afl eit­ur­lyfja. Meier er blaðamaður hjá New York Times og hef­ur verið til­nefnd­ur til fjöl­margra verðlauna fyr­ir störf sín á því sviði. 

Áður en OxyCont­in var sett á markað setti Pur­due sam­an rýni­hópa lækna og var niðurstaðan sú að það sem helst gæti komið í veg fyr­ir mikla út­breiðslu lyfs­ins væri ótti við mis­notk­un ópíóíða.

Svo vel vildi til, fyr­ir fram­leiðend­ur OxyCont­in, að um svipað leyti og lyfið fór á markað varð sú umræða há­vær­ari meðal lækna að það væri tíma­bært að draga úr þeim áhyggj­um sem væru varðandi ópíóíða og hætt­una á að fólk ánetjaðist slík­um lyfj­um.

Lyf sem íslenskir sprautufíklar leita mest í.
Lyf sem ís­lensk­ir sprautufíkl­ar leita mest í. mbl.is/​Golli

Gjöf frá nátt­úr­unni í boði Pur­due

Þekkt­ir og virt­ir lækn­ar, eins og Rus­sell Portenoy, sér­fræðing­ar í verkj­um og krabba­meins­lækn­ar fóru að tala um kosti þess að gefa ópíóíðalyf við þrá­lát­um verkj­um.

Portenoy sagði í viðtali við Times árið 1993 að allt bendi til þess að óhætt væri að nota þessi lyf til lengri tíma og þeim fylgdu fáar auka­verk­an­ir. Lýsti hann ópíóíðum sem gjöf frá nátt­úr­unni en var hins veg­ar ekk­ert að geta þess að hann fengi greiðslur frá Pur­due. Hann bætti um bet­ur og talaði um lækna­mýtu þegar áhyggj­ur af fíkn og mis­notk­un bar á góma. 

Árið 1997 birtu síðan American Aca­demy of Pain Medic­ine og American Pain Society yf­ir­lýs­ingu þar sem mælt var með notk­un ópíóða sem meðferð við þrá­lát­um verkj­um. Yf­ir­lýs­ing­in var rituð af nefnd sem var stýrt af Dr. J. Dav­id Haddox, sem var á laun­um sem fyr­ir­les­ari hjá Pur­due.

Leyft þrátt fyr­ir skort á rann­sókn­um

Mat­væla- og lyfja­eft­ir­lit Banda­ríkj­anna (e. Food and Drug Adm­in­istrati­on) samþykkti OxyCont­in árið 1995 sem lyf við svæsn­um verkj­um. Leyfið fékkst þrátt fyr­ir að Pur­due hafi ekki unnið nein­ar klín­ísk­ar rann­sókn­ir á því hversu mik­il hætta væri á að fólk ánetjaðist lyf­inu eða hversu lík­legt það væri að lyfið yrði mis­notað. 

Samt sem áður steig FDA það óvenju­lega skref að samþykkja að inni í OxyCont­in-pakkn­ing­un­um kæmi fram á fylgiseðlin­um að lyfið væri ör­ugg­ara en önn­ur verkjalyf þar sem minni lík­ur væru á ávana­bind­ingu. Sá sem hafði yf­ir­um­sjón með skrán­ing­ar­ferl­inu hjá FDA hætti fljót­lega eft­ir þetta hjá stofn­un­inni enda hafði hann ráðið sig til starfa hjá Pur­due.

Rich­ard Blu­ment­hal, sem var rík­is­sak­sókn­ari í Conn­ecticut, ritaði Rich­ard Sackler bréf í júlí 2001 þar sem hann lýsti yfir áhyggj­um sín­um af vanda­mál­um og stig­vax­andi mis­notk­un á OxyCont­in. Í bréf­inu tal­ar hann um fjölda þeirra sem hafa tekið of stóra skammta af lyf­inu, fíkn, rán í apó­tek­um og sí­fellt auk­inn kostnað rík­is­ins vegna ávís­ana lækna á OxyCont­in í gegn­um Medicaid og Medicare.

Blu­ment­hal tek­ur fram að önn­ur lyf­seðils­skyld lyf séu mis­notuð en OxyCont­in sé öðru­vísi. „Það er öfl­ugra, meira ávana­bind­andi, meira selt, meira fram­boð þess á ólög­leg­um markaði og þekkt­ara,“ skrif­ar hann og hvatti Pur­due til þess að gera breyt­ing­ar á markaðssetn­ingu á OxyCont­in.

Temple of Dendur á The Metropolitan Museum of Art í …
Temple of Dend­ur á The Metropolit­an Muse­um of Art í New York. Wikipedia

Sackler-fjöl­skyld­an fór ekki að ráðlegg­ing­um Blu­ment­hal og árið 2004 lagði hann fram form­lega kvört­um vegna fram­ferðis Pur­due af hálfu Conn­ecticut-rík­is. Þar vísaði hann meðal ann­ars í að ekki væri leng­ur nægj­an­legt fyr­ir þá sem notuðu lyfið að neyta þess á tólf tíma fresti líkt og haldið var fram því sí­fellt fleiri tóku það inn á átta tíma fresti. 

Máls­höfðanir skipta þúsund­um

En þetta var ekki það eina, kvart­an­ir og máls­höfðanir á hend­ur Pur­due vegna OxyCont­in skipta þúsund­um. En það hef­ur ekki skipt máli og Pur­due yf­ir­leitt samið við þá lög­menn sem hafa ann­ast hóp­mál­sókn­ir á hend­ur þeim. Enda hagnaður­inn gríðarleg­ur af sölu lyfs­ins. Er talið að tekj­ur Pur­due af sölu OxyCont­in nemi yfir 35 millj­örðum Banda­ríkja­dala, 3.600 millj­örðum ís­lenskra króna. 

Rich­ard Sackler hætti sem for­stjóri Pur­due árið 2003 en sat áfram í stjórn þess. Hann hef­ur líkt og faðir hans og föður­bræður verið dug­leg­ur að gefa fé til ým­issa mál­efna. Svo sem menn­ing­ar­stofn­ana og há­skóla­stofn­ana.

Eða eins og blaðamaður Esquire bend­ir á hafa leiðtog­ar fjöl­skyld­unn­ar náð þrem­ur mik­il­væg­um sigr­um í markaðssetn­ingu. Að selja OxyCont­in, að koma nafni Sackler-fjöl­skyld­unn­ar á fram­færi og í þriðja lagi að tryggja það að eng­inn tengi þetta tvennt sam­an, OxyCont­in og Sackler. 

Menn­ing og mennt­un í boði Sackler

Nokk­ur dæmi um staði þar sem Sackler-nafnið er áber­andi: Sackler-garður­inn í London við Victoria and Al­bert Muse­um, Sackler-álm­an á Metropolit­an Muse­um of Art í New York, þar sem meðal ann­ars Temple of Dend­ur skrínið er til húsa. Sackler-álm­an á Louvre í Par­ís og  álma með nafni fjöl­skyld­unn­ar við Royal Aca­demy í London, sér­stakt Sackler-safn í Har­vard og við há­skóla í Pek­ing,

Serpentine Sackler-galleríið.
Serpent­ine Sackler-galle­ríið. Wikipedia

Sackler kem­ur einnig víðar við. Svo sem á Smith­soni­an-safn­inu, Serpent­ine-galle­rí­inu í London og Ash­mo­le­an í Oxford. Gug­genheim-safnið í New York er með Sackler-miðstöð og  American Muse­um of Natural History stát­ar af Sackler Educati­onal Lab.

Nafn Sackler kem­ur fram á gyðinga­safn­inu í Berlín, Tate Modern og í Kew Gardens. Jafn­vel vin­sæl bleik rós er nefnd eft­ir Sackler og ekki má gleyma smá­st­irn­inu Sackler. 

En ef þú ferð í höfuðstöðvar Pur­due Pharma sérðu hvergi nafn fjöl­skyld­unn­ar hvernig sem á því stend­ur. 

Elsti bróðir­inn Arth­ur Mitchell Sackler fædd­ist árið 1913 og lést árið 1987. Hann var þríkvænt­ur og hafa börn hans fjög­ur, öll af fyrri hjóna­bönd­um, bar­ist hat­ramm­lega við ekkju hans, Gilli­an Lesley Tully, um yf­ir­ráð yfir auðæfum hans.

Morti­mer Dav­id Sackler var næ­stelst­ur en hann fædd­ist árið 1916 og lést árið 2010. Hann var þríkvænt­ur eins og Arth­ur og lét eft­ir sig sjö börn.

Yngsti bróðir­inn Raymond Sackler fædd­ist árið 1920 og lést síðasta sum­ar. Hann var ólíkt bræðrum sín­um kvænt­ur sömu kon­unni alla tíð, Bever­ly Feldm­an, og eignuðust þau tvö börn, Rich­ard og Jon­ath­an. Rich­ard er sá eini af af­kom­end­um bræðranna þriggja sem hef­ur unnið hjá lyfja­fyr­ir­tæk­inu en hin hafa komið víða við og notið góðs af auðæfum fjöl­skyld­unn­ar.

Slapp naum­lega und­an áþján fíkn­ar

Í janú­ar­hefti tíma­rits­ins Art­for­um er að finna grein eft­ir ljós­mynd­ar­ann Nan Gold­in sem lýs­ir því hvernig hún hafi orðið háð OxyCont­in og hvernig hún slapp naum­lega á lífi. Gold­in seg­ir Sackler-fjöl­skyld­una ábyrga, en nafn fjöl­skyld­unn­ar er ekki bara að finna á mörg­um lista­söfn­um og há­skól­um held­ur einnig bóka­söfn­um og sjúkra­hús­um.

„Þau hafa þvegið blóðpen­ing­ana sína í gegn­um sali safna og há­skóla út um all­an heim,“ skrif­ar hún. „Við krefj­umst þess að Sackler og Pur­due Pharma noti auðæfi sín til þess að fjár­magna meðferðar­stofn­un fyr­ir fíkla og fræðslu. Það má eng­an tíma missa.“

30 and­lát til skoðunar hið minnsta

Árið 2016 voru 48 and­lát til skoðunar hjá embætti land­lækn­is vegna gruns um að and­lát mætti rekja til lyfja­eitr­un­ar, sama ár eru skráð and­lát í dán­ar­meina­skrá vegna ópíóíða 17. 

Það sem komið er af and­lát­um til skoðunar fyr­ir árið 2017 eru 30 en það síðasta átti sér stað 13. nóv­em­ber og því eiga mögu­lega ein­hver eft­ir að bæt­ast við, seg­ir Ólaf­ur B. Ein­ars­son. 

Það sem af er ár­inu 2017 hef­ur oxycodo­ne fund­ist í sýn­um tveggja þeirra látnu ein­stak­linga sem voru til skoðunar en árið 2016 fannst OxyCodo­ne í sýn­um 9 ein­stak­linga.
 
„Embættið byrjaði á því að benda á hætt­una vegna ópíóíða þegar ljóst var að mik­il aukn­ing yrði 2016 og þá staðreynd að OxyCodo­ne væri að leika þar lyk­il­hlut­verk, seg­ir Ólaf­ur í sam­tali við mbl.is.

Læknar vilja aðstoða sjúklinga sína sem eru kvaldir. En með …
Lækn­ar vilja aðstoða sjúk­linga sína sem eru kvald­ir. En með því að ávísa ópíóíðalyfj­um til lengri tíma get­ur sjúk­ling­ur­inn orðið háður lyfj­un­um. Hlut­fallið er mun hærra held­ur en lyfja­fram­leiðend­ur hafa haldið fram. AFP

Á mál­stofu á Lækna­dög­um í síðustu viku kom fram í máli Þór­ar­ins Tyrf­ings­son­ar lækn­is að 27 þeirra sem lét­ust á Íslandi árið 2016 sem voru yngri en fer­tugt voru sjúk­ling­ar á Vogi ein­hvern tíma. Alls lét­ust 53 á þess­um aldri á Íslandi þetta ár. Í ald­urs­hópn­um 20-24 ára voru fimm af sex sem lét­ust sjúk­ling­ar á Vogi. 

Hann seg­ir að fíkn í sterka ópíóíða hafi vaxið hratt frá 1999 og fyrstu árin hafi Contalg­ine verið aðallyfið. Frá ár­inu 2013 hafi OxyCodo­ne hins veg­ar verið aðallyfið. Árið 2016 hafi fíkn í sterk­ari ópíóíða náð áður óþekktri stærð en 166 sjúk­ling­ar á Vogi glímdu við fíkn af þessu tagi. Yfir 80% þess­ara sjúk­linga nota þessi vímu­efni í æð. Töl­ur liggja ekki fyr­ir um árið 2017.

Í gagna­grunn­in­um á Vogi eru skráðir 24.277 ein­stak­ling­ar. Aukn­ing á ótíma­bær­um dauðsföll­um úr grunn­in­um meðal þeirra ungu nú er vís­bend­ing um að bráðaþjón­ustu þeim til handa þarf að auka. Þjón­ust­an er í hönd­um Vogs, Bráðamót­töku LSH, sjúkra­flutn­inga og lög­reglu. All­ir þess­ir aðilar eru í fjár­svelti og biðlist­inn á Vogi hef­ur aldrei verið lengri, að sögn Þór­ar­ins.

Í sömu mál­stofu kom fram í máli Hjalta Más Björns­son­ar, bráðalækn­is á bráðamót­töku Land­spít­al­ans, að sí­fellt oft­ar þurfi að gefa lyfið naloxo­ne í sjúkra­bíl­um og á bráðamót­tök­unni en það er neyðar­lyf sem notað er til að koma í veg fyr­ir að fólk deyi úr ofskömmt­un af morfíni og öðrum ópíóíðalyfj­um. 

Sem dæmi af óhóf­legri lyfja­notk­un tók Magnús Ólason, lækn­ir á Reykjalundi, dæmi af 47 ára gam­alli konu sem lagðist inn á Reykjalund vegna þrálátra verkja. Þegar hún kom á Reykjalund var hún með 36 teg­und­ir af lyfj­um. Fyrstu vik­urn­ar fóru því í að afeitra kon­una og eft­ir tvo mánuði á Reykjalundi voru lyf­in kom­in niður í 3 teg­und­ir sem kon­an þurfti á að halda. 

Sackler-rósin en Sackler-nafnið kemur víða við – til að mynda …
Sackler-rós­in en Sackler-nafnið kem­ur víða við – til að mynda er smá­st­irni sem ber þetta nafn.

Ófeig­ur Tryggvi Þor­geirs­son, fag­stjóri lækn­inga á heilsu­gæsl­unni í Graf­ar­vogi, seg­ir að á tveim­ur dög­um end­ur­nýjaði hann 15  lyf­seðla fyr­ir ópíóíðalyf en í flest­um til­vik­um var um að ræða parkó­dín forte. Í átta af 15 til­vik­um var viðkom­andi á fleiri lyfj­um, svo sem svefn­lyfj­um eða benzódíazepín-lyfj­um sem eru ró­andi lyf.

Að sögn Ófeigs var þetta upp til hópa fólk sem hann hafði aldrei séð áður og hann velti því fyr­ir sér hvort það sé vilji fyr­ir því að fólk sé ein­fald­lega í áskrift eft­ir slík­um lyfj­um. Til að mynda fólk sem glím­ir við þráláta verki. 

Eitt af því sem Ófeig­ur nefndi var þjón­ustu­lund lækn­is í garð sjúk­linga. Til að mynda hvort gefa eigi kraft­lyft­inga­manni á þrítugs­aldri sem glím­ir við þráláta bak­verki ópíóíðalyf að staðaldri. Eða ein­fal­dega leita annarra lausna á vanda manns­ins.

Vinsæl lyf meðal fíkla.
Vin­sæl lyf meðal fíkla. mbl.is/​Golli

Dav­id Ju­urlink, sem stýr­ir lyfja­fræði- og eit­ur­efna­deild há­skól­ans í Toronto, lýsti því fyr­ir blaðamanni New Yor­ker hvernig vin­sæld­ir OxyCont­in megi að hluta skýra með þeirri staðreynd að lækn­ar vilji trúa því að þeir séu að gera sjúk­ling­um sín­um gott með því að gefa þeim ópíóíðalyf við verkj­um.

Helsta marmið lækna er að veita líkn við þján­ing­um og eitt af því helsta sem kem­ur á borð lækna er kvalið fólk. „Þú ert með sjúk­ling sem er kval­inn og þú ert með lækni sem raun­veru­lega vill hjálpa,“ seg­ir hann og bæt­ir við að allt í einu hafi lækn­ar staðið frammi fyr­ir lausn sem þeim var tjáð að væri ör­ugg og áhrifa­rík – OxyCont­in. Af­leiðing­arn­ar sjá­um við í dag. 

Art­for­um

New Yor­ker

Esquire

Huff­ingt­on Post

TheDC

HonoluluCivil­Beat

New York Times

New York Times

Guar­di­an

For­bes

Hagnaður Sackler-fjölskyldunnar margfaldaðist eftir að OxyContin fór á markað.
Hagnaður Sackler-fjöl­skyld­unn­ar marg­faldaðist eft­ir að OxyCont­in fór á markað. Skjá­skot af For­bes
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert