Jafnaðarmenn til viðræðna við Merkel

Martin Schulz, leiðtogi Jafnaðarmanna í Þýskalandi, á fundi flokksins í …
Martin Schulz, leiðtogi Jafnaðarmanna í Þýskalandi, á fundi flokksins í Bonn í dag eftir að kosið var um að hefja formlegar viðræður við Kristilega demókrata. AFP

Flokksfundur þýskra jafnaðarmanna kaus í dag með því að ganga til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna við Kristilega demókrata, flokk Angelu Merkel Þýskalandskanslara. Þetta er skref í átt að myndun nýrrar ríkisstjórnar í landinu eftir mánaða þrátefli frá kosningum síðasta haust.

Martin Sculz, formaður Jafnaðarmanna, sagðist fyrir fundinn telja ríkisstjórn flokkanna tveggja til hagsbóta fyrir Þýskaland og hefur hann talað fyrir því innan flokksins undanfarið.

Helstu andstæðingar samstarfsins innan Jafnaðarmanna eru ungliðar í flokknum sem töluðu á móti því á þinginu.

Fyrir rúmlega viku samþykkti flokkur Merkel að hefja formlegar viðræður við Jafnaðarmenn og því var það í höndum Jafnaðarmanna að segja af eða á með hvort lengra yrði haldið. Flokkarnir eru þeir tveir stærstu á þingi landsins og myndu fá mikinn meirihluta gangi þeir í ríkisstjórnarsamstarf.

Viðræður flokk­anna eru að frum­kvæði Ang­elu Merkel en Jafnaðar­menn höfðu áður lofað að vera í stjórn­ar­and­stöðu.

Kosið var í lok sept­em­ber í Þýskalandi en enn hef­ur ekki tek­ist að mynda sam­steypu­stjórn. Þing­kosn­ing­arn­ar skiluðu ekki niður­stöðu sem benti til þess að kjós­end­ur vildu stjórn til hægri eða vinstri. Frá­far­andi stjórn er sam­steypu­stjórn flokk­anna tveggja en í gegn­um tíðina hafa þeir ekki starfað sam­an held­ur myndað stjórn­ir sitt á hvað í sam­starfi við minni flokka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka