Jafnaðarmenn til viðræðna við Merkel

Martin Schulz, leiðtogi Jafnaðarmanna í Þýskalandi, á fundi flokksins í …
Martin Schulz, leiðtogi Jafnaðarmanna í Þýskalandi, á fundi flokksins í Bonn í dag eftir að kosið var um að hefja formlegar viðræður við Kristilega demókrata. AFP

Flokks­fund­ur þýskra jafnaðarmanna kaus í dag með því að ganga til form­legra stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðna við Kristi­lega demó­krata, flokk Ang­elu Merkel Þýska­landskansl­ara. Þetta er skref í átt að mynd­un nýrr­ar rík­is­stjórn­ar í land­inu eft­ir mánaða þrá­tefli frá kosn­ing­um síðasta haust.

Mart­in Sculz, formaður Jafnaðarmanna, sagðist fyr­ir fund­inn telja rík­is­stjórn flokk­anna tveggja til hags­bóta fyr­ir Þýska­land og hef­ur hann talað fyr­ir því inn­an flokks­ins und­an­farið.

Helstu and­stæðing­ar sam­starfs­ins inn­an Jafnaðarmanna eru ungliðar í flokkn­um sem töluðu á móti því á þing­inu.

Fyr­ir rúm­lega viku samþykkti flokk­ur Merkel að hefja form­leg­ar viðræður við Jafnaðar­menn og því var það í hönd­um Jafnaðarmanna að segja af eða á með hvort lengra yrði haldið. Flokk­arn­ir eru þeir tveir stærstu á þingi lands­ins og myndu fá mik­inn meiri­hluta gangi þeir í rík­is­stjórn­ar­sam­starf.

Viðræður flokk­anna eru að frum­kvæði Ang­elu Merkel en Jafnaðar­menn höfðu áður lofað að vera í stjórn­ar­and­stöðu.

Kosið var í lok sept­em­ber í Þýskalandi en enn hef­ur ekki tek­ist að mynda sam­steypu­stjórn. Þing­kosn­ing­arn­ar skiluðu ekki niður­stöðu sem benti til þess að kjós­end­ur vildu stjórn til hægri eða vinstri. Frá­far­andi stjórn er sam­steypu­stjórn flokk­anna tveggja en í gegn­um tíðina hafa þeir ekki starfað sam­an held­ur myndað stjórn­ir sitt á hvað í sam­starfi við minni flokka.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert