Bandaríkin fordæma árásina á hótelið

22 létust í árásinni 20. janúar á lúxushótel í Kabúl.
22 létust í árásinni 20. janúar á lúxushótel í Kabúl. AFP

Fjórir bandarískir ríkisborgarar fórust og tveir særðust í árás sem var gerð á lúxushótel í Kabúl, höfuðborg Afganistans, um síðustu helgi. Flestir sem létust voru erlendir ríkisborgarar, þeirra á meðal frá Venesúela, Úkraínu, Þýskalandi og Kasakstan. 

„Bandaríkin fordæma harðlega árásina hinn 20. janúar á alþjóðlega hótelinu í Kabúl,“ sagði talsmaðurinn Heather Nauert.

„Við vottum fjölskyldum og vinum þeirra sem létust okkar dýpstu samúð og óskum þeim sem særðust góðs bata,“ sagði Nauert jafnframt.

Í yfirlýsingu sem bandarísk stjórnvöld höfðu sent frá sér áður kom fram að enginn hinna látnu hefði verið hermaður, samningsaðili eða opinber starfsmaður frá Bandaríkjunum.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert