Vill 25 milljarða dala vegna múrsins

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti vill að Banda­ríkjaþing stofni 25 millj­arða dala sjóð vegna bygg­ing­ar landa­mæramúrs gegn því að 1,8 millj­ón­ir ungra ólög­legra inn­flytj­enda hljóti banda­rísk­an rík­is­borg­ara­rétt á næstu 10 til 12 árum.

Inn­flytj­end­urn­ir sem um ræðir eru svo­kölluð drauma­börn (e. drea­mers).

Til­laga Hvíta húss­ins, sem verður kynnt form­lega í næstu viku, kveður á um að íbú­ar Banda­ríkj­anna geti aðeins greitt fyr­ir vega­bréfs­árit­un maka og barna en ekki annarra fjöl­skyldumeðlima.

Í staðinn myndi happ­drættið um að fá græna kortið í Banda­ríkj­un­um líða und­ir lok en Trump hef­ur lengið verið gagn­rýn­inn á það.

„Heima­varn­ar­ráðuneytið þarf að hafa úr verk­fær­um að ráða til að stemma stigu við fjölda ólög­legra inn­flytj­enda. Það þarf að geta flutt í burtu ein­stak­linga sem koma ólög­lega til Banda­ríkj­anna og það þarf að geta beitt nauðsyn­leg­um ráðum í þágu þjóðarör­ygg­is,“ sagði ráðamaður í Hvíta hús­inu við blaðamenn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert