Danska þingið samþykkti í dag að verja 12,8 milljörðum danskra króna (um 216 milljörðum króna) aukalega til hermála næstu sex árin. Dönsk stjórnvöld segja að þjóðinni stafi einni helst ógn af Rússum.
Þetta kemur fram á vef Reuters.
Frumvarpið var lagt fram í október í fyrra. Samkvæmt því mun Danmörk, sem á aðild að NATO, setja á fót 4.000 manna herlið sem mun beina sjónum sínum sérstaklega að Eystrasaltinu.
Þá segir, að fyrir árslok 2023 eigi útgjöld til hermála að vera 20% hærri en nú. Þingið var þega búið að samþykkti að verja 22 milljörðum danskra króna (um 370 milljörðum kr.) til hermála á þessu ári.