Enn fjölgar ferðamönnum á Spáni

Sól og sumarylur á Spáni heillar margan.
Sól og sumarylur á Spáni heillar margan. AFP

Ferðmönnum sem fara til Spánar heldur áfram að fjölga jafnt og þétt. Árið 2017 sóttu 81,8 milljón ferðmanna landið heim þrátt fyrir átökin í Katalóníu í lok síðasta árs. Þeim fjölgaði um 8,6% milli ára, samkvæmt opinberum tölum. 

Um helmingur þeirra kom frá Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi, samkvæmt Alþjóðlegu  tölfræðistofnuninni INE sem fór jafnframt yfir tölur Spánar. Af þessum hópi eru Bretar fjölmennastir 18,8 milljónir, Þjóðverjar eru þar á eftir 11,9 milljónir og Frakkar örlítið færri eða 11,2 milljónir.  

Spánn er annað fjölsóttasta land heims á eftir Frakklandi og skýtur þar með Bandaríkjunum niður í þriðja sætið. Frakkar hafa ekki enn birt sínar tölur en samkvæmt utanríkisráðuneytinu er áætlað að 89 milljónir ferðamanna hafi lagt leið sína til Frakkland á síðasta ári.  

Ferðamennskan er um 10% af hagkerfi Spánar. Fólk sækir í ríkari mæli til Spánar í stað Egyptalands og Tyrklands einkum af öryggisástæðum.  

Þrátt fyrir átökin í Katalóníu sækja flestir ferðamenn það hérað heim eða 19 milljónir ferðamanna. Hins vegar fækkaði ferðamönnum þar um 13,9% í desember milli áranna 2016 og 2017. Til samanburðar lögðu 11,5 milljónir ferðamanna leið sína í Andalúsíu hérað þar sem Malaga og Costa del Sol eru vinsælir staðir einkum á meðal Breta. Á því svæði fjölgaði ferðamönnum um 8,9% frá 2016 til 2017. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert