Vara Trump við að feta í fótspor Nixons

Minnisblaðið hefur verið birt á vef Bandaríkjaþings.
Minnisblaðið hefur verið birt á vef Bandaríkjaþings. AFP

Leiðtog­ar demó­krata hafa varað Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta við því að nota hið um­deilda minn­is­blað sem birt var í gær sem tylli­á­stæðu til að reka Robert Mu­ell­er, sem leiðir rann­sókn á af­skipt­um Rússa af for­seta­kosn­ing­un­um 2016, úr starfi. Segja þeir að brottrekst­ur á þeim for­send­um gæti leitt til stjórn­skipu­legra þreng­inga líkra þeim sem urðu í for­setatíð Nixons.

Í minn­is­blaðinu, sem skrifað var af starfs­mönn­um þing­manns í Re­públi­kana­flokkn­um, er al­rík­is­lög­regl­an sökuð um að hafa mis­beitt valdi sínu við rann­sókn­ir í aðdrag­anda kosn­ing­anna.

Trump samþykkti í gær að trúnaði yrði aflétt af minn­is­blaðinu og það birt á vef þings­ins. Sagði hann það segja „smán­ar­lega“ sögu um það sem væri í gangi í land­inu. 

Í minn­is­blaðinu er því haldið fram að FBI og dóms­málaráðuneytið hafi notað órök­studd­ar upp­lýs­ing­ar, fjár­magnaðar af demó­kröt­um, til að fá heim­ild dóm­ara til að njósna um mann úr kosn­ingat­eymi Trumps.

Demó­krat­ar segja að til­gang­ur birt­ing­ar minn­is­blaðsins sé að grafa und­an rann­sókn á tengsl­um kosn­ingat­eym­is Trumps við Rússa sem sakaðir eru um af­skipti af kosn­inga­bar­átt­unni í Banda­ríkj­un­um árið 2016.

FBI varaði við birt­ingu minn­is­blaðsins. Christoph­er Wray, yf­ir­maður al­rík­is­lög­regl­unn­ar, seg­ist ætla að verja starfs­fólk sitt í kjöl­far birt­ing­ar­inn­ar. Hann heit­ir því að standa með því.

Frétt BBC

Frétt Sky

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert