Sauma fyrir H&M með 128 kr. á dag

Konur að störfum á saumastofu í Afríku. Fötin eru framleidd …
Konur að störfum á saumastofu í Afríku. Fötin eru framleidd fyrir stórverslanir sem selja þau á Vesturlöndum. AFP

Þær fá um 10 sænsk­ar krón­ur á dag eða um 128 ís­lensk­ar krón­ur fyr­ir að sauma föt fyr­ir stór­ar versl­un­ar­keðjur á borð við H&M. Þær fá enga veik­inda­daga greidda og ekk­ert or­lof. Sauma­kon­ur í Eþíóp­íu eru óánægðar með þau kjör sem þeim er boðið. „Mér finnst verið að nota mig,“ seg­ir ein þeirra í sam­tali við sænska rík­is­sjón­varpið. Hún býr í borg­inni Hawassa í Eþíóp­íu. Hún seg­ist finna til með þeim sem vinni ólög­lega utan sinna land­steina. „En hér á mis­notk­un­in sér stað í mínu eig­in heimalandi.“

Frétta­menn sænska rík­is­sjón­varps­ins fóru til Eþíóp­íu til að hitta starfs­fólkið sem saum­ar föt sem seld eru á Vest­ur­lönd­um. Ein kvenn­anna sem þeir ræddu við seg­ist ekki reiðust vinnu­veit­end­um sín­um held­ur stjórn­völd­um í Eþíóp­íu sem laða er­lend fyr­ir­tæki til lands­ins með boðum um ódýrt vinnu­afl.

„Rík­is­stjórn­in og vinnu­veit­end­ur okk­ar samþykkja laun­in okk­ar. Þeir vita hversu erfitt starf þetta er.“

Kon­an var í mennta­skóla er henni var boðin vinna í sauma­verk­smiðjunni. Hún seg­ir laun­in sem voru í boði hafa verið hærri en þau sem kenn­ar­ar í land­inu fengu á þeim tíma. Hún fór í sauma­nám en þegar hún kom svo til starfa voru laun­in lægri en henni hafði upp­haf­lega verið sagt. Þau eru í raun aðeins þriðjung­ur af því sem hún hélt að þau yrðu. „Og ef maður er veik­ur í einn dag þá miss­ir maður 20% af mánaðarlaun­un­um.“

Sauma­kon­an seg­ir helm­ing­inn af laun­un­um fara í að greiða fyr­ir leigu á litlu her­bergi sem hún deil­ir með öðrum. Hún borði eins ódýr­an mat og hún geti.

Setið við saumavél. Konurnar á saumastofunni í Eþíópíu fá um …
Setið við sauma­vél. Kon­urn­ar á sauma­stof­unni í Eþíóp­íu fá um 128 krón­ur á dag. AFP

Kon­an seg­ir frétta­mönn­um að hún njóti vinn­unn­ar sem slíkr­ar, vinnuaðstæðurn­ar séu góðar. Þá gleðst hún yfir að heyra að orðspor fatnaðar H&M sé gott í Svíþjóð.

„En til lengri tíma litið þá get­um við ekki lifað á þess­um laun­um, verð á mat fer sí­fellt hækk­andi.“

Í ít­ar­legri frétta­skýr­ingu sænska rík­is­sjón­varps­ins kem­ur fram að fyr­ir­tækið sem kon­an vinn­ur hjá sé kín­verskt og yf­ir­maður þess ind­versk­ur. Í borg­inni Hawassa hafa fyr­ir­tæki frá að minnsta kosti ell­efu lönd­um komið upp starf­semi og hjá þeim starfa um 14.000 manns og fleiri störf eru að fæðast.

Stjórn­völd í Eþíóp­íu reyna að höfða til er­lendra fjár­festa til að ýta und­ir efna­hag lands­ins. Það hef­ur skilað ákveðnum ár­angri, í krón­um og aur­um talið.

„Framtíð vefnaðar­vöru­fram­leiðslunn­ar er hér í Eþíóp­íu,“ hef­ur sænska rík­is­sjón­varpið eft­ir Rag­hav Patt­ar, for­stjóra sauma­verk­smiðjunn­ar, sem hef­ur unnið í fyr­ir­tækja­rekstri í land­inu í sex ár. Hann seg­ir ár­ang­ur nást vegna margra þátta, m.a. lágra launa í land­inu og hæfs starfs­fólks.

Fötin sem framleidd eru í verksmiðjum fátækra ríkja eru svo …
Föt­in sem fram­leidd eru í verk­smiðjum fá­tækra ríkja eru svo seld í versl­un­um á vest­ur­lönd­um. AFP

Frétta­menn sænska rík­is­sjón­varps­ins segj­ast hafa boðið H&M að svara fyr­ir þau laun sem verka­fólk­inu sé boðið en fyr­ir­tækið hafnaði því. Í staðinn sendi fyr­ir­tækið til­kynn­ingu þar sem sagt var að eng­in lág­marks­laun væru skil­greind í eþíópísk­um lög­um og regl­um. Fyr­ir­tækið seg­ist hins veg­ar vinna stöðugt að því að skapa aðstæður fyr­ir rétt­lát laun í Eþíóp­íu og öðrum lönd­um. Þá seg­ist fyr­ir­tækið taka þátt í verk­efni sem á að hjálpa starfs­mönn­um að þekkja rétt­indi sín. 

Frétta­menn­irn­ir ræddu við marga starfs­menn í sauma­verk­smiðjunni og staðfestu þeir að óánægja væri með laun­in. Þeir vildu hins veg­ar ekki koma fram und­ir nafni líkt og helsti viðmæl­andi sænska rík­is­sjón­varps­ins, hin 22 ára gamla Yebahir­sew Tibebu. Hún tel­ur að laun og aðstæður eigi ekki eft­ir að breyt­ast fyrr en viðskipta­vin­ir fyr­ir­tækj­anna sem vör­urn­ar eru fram­leidd­ar fyr­ir þrýsti á um slíkt. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert