Misjafnar skoðanir á orsökum lækkunar

Starfsmenn kauphallarinnar í New York að störfum í gær.
Starfsmenn kauphallarinnar í New York að störfum í gær. AFP

Mis­jafn­ar skoðanir eru á því hvað or­sakaði þá miklu lækk­un sem hef­ur orðið á banda­rísk­um og japönsk­um hluta­bréfa­mörkuðum.

Ávöxt­un­ar­krafa á rík­is­skulda­bréf í Banda­ríkj­un­um hækkaði lítið fram að janú­ar­mánuði þrátt fyr­ir að Seðlabank­inn þar ytra hefði byrjað árið 2015 að auka aðhald pen­inga­mál­stefn­unn­ar.

Þetta seg­ir Ragn­ar Bene­dikts­son hjá IFS, sem er þjón­ustu- og ráðgjafa­fyr­ir­tæki á sviði fjár­mála og grein­inga.

Greint frá stöðu mála í kauphöllinni í New York í …
Greint frá stöðu mála í kaup­höll­inni í New York í gær. AFP

Raun­hag­kerfið að taka við sér 

Mikið inn­flæði var í hluta­bréf í Banda­ríkj­un­um í janú­ar og hækkaði verð á hluta­bréf­um um 10%.

„Mik­il hækk­un ávöxt­un­ar­kröfu banda­rískra rík­is­skulda­bréfa er lík­lega meg­in­or­sök­in fyr­ir því að bréf hafa lækkað svo mikið und­an­farna daga en at­vinnu­töl­ur voru birt­ar fyr­ir helgi í Banda­ríkj­un­um sem sýndu að raun­hag­kerfið væri að taka bet­ur við sér en markaðsaðilar gerðu ráð fyr­ir,“ seg­ir Ragn­ar í sam­tali við mbl.is.

Hann nefn­ir að laun hafi hækkað að meðaltali um 3% í janú­ar sem sé meira en flest­ir gerðu ráð fyr­ir og tel­ur hann lík­legt að fjár­fest­ar sjái fyr­ir sér hækk­andi verðbólgu og að launaliður hafi nei­kvæð áhrif á hagnað.

„Með sterk­ara raun­hag­kerfi má bú­ast við því að vext­ir verði hækkaðir fyrr en ella í Banda­ríkj­un­um. Þetta veld­ur óvissu og það get­ur liðið nokk­ur tími í það að frétt­ir ber­ist frá nýj­um seðlabanka­stjóra Banda­ríkj­anna.“

Maður gengur framhjá kauphöllinni í New York.
Maður geng­ur fram­hjá kaup­höll­inni í New York. AFP

Hátt yfir 20 til 100 daga meðaltali 

Hann seg­ir ástæðu lækk­un­ar­inn­ar í Banda­ríkj­un­um vera já­kvæða en menn spyrji sig samt hvort ein­hver ann­ar or­saka­vald­ur sé á ferðinni sem menn viti ekki um.

„Þegar rýnt er í tækni­grein­ing­ar var verð á hluta­bréf­um í Banda­ríkj­un­um orðið nokkuð hátt yfir 20 til 100 daga meðaltali og lækkaði verð niður fyr­ir 20 daga meðaltal í gær. Hækk­un á flökti fyr­ir helgi hafði einnig sín áhrif um að fjár­fest­ar vildu losa stöður og einnig eru lík­ur á að veðköll hafi haft sín áhrif í gær auk al­gór­it­hma,“ grein­ir hann frá.

Ragn­ar nefn­ir að radd­ir hafi þó verið uppi um að dóm­ur gegn Wells Fargo sem féll á föstu­dag gæti haft í för með sér grund­vall­ar­breyt­ing­ar á banda­ríska banka­kerf­inu. Lík­legra sé þó að dóm­ur­inn hafi bara áhrif á bank­ann sjálf­an. Sú skoðun hafi einnig verið höfð uppi að um 1/​3 af markaðsaðilum á markaði í Banda­ríkj­un­um hafi ekki upp­lifað vaxta­hækk­an­ir og það hafi valdið óþarfa óró­leika.

Maður gengur fram hjá skjám með stöðunni á hlutabréfamarkaðnum í …
Maður geng­ur fram hjá skjám með stöðunni á hluta­bréfa­markaðnum í kaup­höll­inni í Tókýó. AFP

Spáðu hækk­un stýri­vaxta

Fram kem­ur í hluta­bréfa­ann­ál IFS sem kom út í byrj­un árs­ins að lík­ur væru á því að stýri­vext­ir í Banda­ríkj­un­um myndu hækka á þessu ári. „Það eru vænt­ing­ar um að alþjóðlega hag­kerfið verði drif­kraft­ur­inn á hluta­bréfa­mörkuðum árið 2018 og þá sér í lagi Evr­ópa og ný­markaðsríki og það banda­ríska ekki jafnöflugt og á síðasta ári,“ seg­ir í ann­áln­um.

Gæti komið sér vel fyr­ir Ísland

Aðspurður tel­ur Ragn­ar það lík­lega koma sér vel fyr­ir Ísland ef raun­hag­kerfið í Banda­ríkj­un­um er betra en menn reiknuðu með. Mögu­lega mun banda­rísk­um ferðamönn­um hér­lend­is fjölga enn frek­ar, auk þess sem kaup­mátt­ur þeirra á Íslandi myndi aukast með þessu launa­skriði sem sást fyr­ir helgi.

AFP

Hann seg­ir lækk­an­irn­ar á ís­lensk­um hluta­bréfa­mörkuðum ekki hafa verið eins mikl­ar og hann hafi bú­ist við þegar horft var á beina út­send­ingu í nótt. „Hefði þetta gerst fyr­ir einu ári hefðu lækk­an­irn­ar kannski verið meiri.“

Hann tel­ur þó að hag­töl­ur frá Banda­ríkj­un­um geti haft áhrif á verðbólgu á Íslandi en lík­lega ekki lækk­an­ir á hluta­bréfa­verði eins og sáust á ár­un­um 2008 til 2009.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert