Ris nýfasisma tengt árásum á hælisleitendur

Lögreglumenn að störfum í Macerata eftir skotárásina á laugardag. Árásin …
Lögreglumenn að störfum í Macerata eftir skotárásina á laugardag. Árásin er sögð vera nýjasta dæmið um árásir hægri öfgamanna á innflytendur. AFP

Þeim sem styðja sam­tök fas­ista fer nú veru­lega fjölg­andi á Ítal­íu. And­stæðing­ar þeirra segja bjagaða mynd af hæl­is­leit­enda­vand­an­um, fjölg­un fals­frétta og af­neit­un þjóðar­inn­ar á eig­in fortíð vera helstu ástæðurn­ar fyr­ir vin­sæld­un­um, en rúm 70 ár eru nú frá láti Benito Mus­sol­in­is.

Fjallað er um málið á vef Guar­di­an sem seg­ir skotárás­ina í Macerata á laug­ar­dag, þar sem að sex Afr­íku­menn særðust, vera nýj­asta dæmið um árás­ir hægri öfga­manna á inn­flytj­end­ur. Að sögn and­fasísku sam­tak­anna In­fo­antifa Ecn hafa hóp­ar ný­fas­ista staðið fyr­ir 142 slík­um árás­um frá 2014.

Dag­inn eft­ir skotárás­ina í Macerata greindu fjór­ir Norður-Afr­íku­menn lög­reglu í Pavia frá því að þeir hefðu orðið fyr­ir árás 25 skalla­bulla þá um kvöldið. Þann 13. janú­ar réðust tug­ir liðsmanna í hægri öfga­sam­tök­un­um Forza Nu­ova inn á fund um menn­ingu Róma­fólks og ollu þar skemmd­um, auk þess að valda skipu­leggj­anda fund­ar­ins áverk­um.

Forza Nuova hefur boðið Luca Traini, sem nú situr í …
Forza Nu­ova hef­ur boðið Luca Traini, sem nú sit­ur í gæslu­v­arðhaldi vegna skotárás­ar­inn­ar í Macerata, lög­fræðiaðstoð. AFP

Með fleiri fylgj­end­ur en stærsti vinstri flokk­ur­inn

Árið 2001 voru liðsmenn Forza Nu­ova aðeins 1.500 tals­ins. Í dag eru þeir 13.000 og Face­book-síða þeirra hef­ur 241.000 fylgj­end­ur sem er tæp­lega 20.000 fleiri fylgj­end­ur en stærsti vinstri flokk­ur lands­ins get­ur státað af.

Ca­sa­Pound-flokk­ur­inn, sem einnig sæk­ir í hug­mynda­fræði fas­ista­hreyf­ing­ar­inn­ar, er með tæp­lega 234.000 fylg­is­menn og rit­ari flokks­ins, Simo­ne Di Stefano, ætl­ar að gefa kost á sér sem for­sæt­is­ráðherra í þing­kosn­ing­un­um í mars á þessu ári.

„Við erum búin að stækka af sjálfs­dáðum og án nokk­urr­ar aðstoðar frá fjöl­miðlum,“ sagði  Adriano Da Pozzo, formaður Forza Nu­ova, í sam­tali við Guar­di­an. „Aðrir flokk­ar leggja áherslu á að kynna fram­bjóðend­ur sína, við leggj­um áherslu á að kynna hug­mynda­fræði okk­ar.“ Forza Nu­ova hef­ur boðið Luca Traini, sem nú sit­ur í gæslu­v­arðhaldi vegna skotárás­ar­inn­ar í Macerata, lög­fræðiaðstoð.

Benito Mussolini heilsar hér með Rómarkveðjunni svonefndu. Hún er bönnuð …
Benito Mus­sol­ini heils­ar hér með Rómarkveðjunni svo­nefndu. Hún er bönnuð í bæði Þýskalandi og Aust­ur­ríki en til­raun ít­alska þings­ins til að banna hana var felld. AFP

Skort­ir vilja til að stöðva þá

And­stæðing­ar fas­ista­sam­tak­anna segja tregðu til að grípa til aðgerða gegn þeim gera sam­tök­un­um kleift að auka styrk sinn. Þingmaður­inn Em­anu­ele Fiano lagði fram frum­varp á síðasta ári sem banna átti áróður fas­ista og sem hljóðaði auk þess upp á allt að tveggja ára fang­els­is­dóm fyr­ir þá sem gerðust sek­ir um að selja fasísk minn­is­merki eða sem heilsuðu með fas­ista­kveðjunni, Rómarkveðjunni svo­nefndu sem er ólög­leg í bæði Þýskalandi og Aust­ur­ríki. Vegna and­stöðu frá Forza Italia, flokki fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherr­ans Sil­vio Berlusconi, og Lega Nord, tókst ekki að fá frum­varpið samþykkt.

„Við höf­um mikl­ar áhyggj­ur,“ sagði Carla Nespolo, formaður ANPI, sam­taka sem stofnuð voru af liðsmönn­um ít­ölsku and­spyrnu­hreyf­ing­ar­inn­ar sem barðist gegn Mus­sol­ini á sín­um tíma. „Þess­ir nýju fas­ist­ar ráðast á skrif­stof­ur okk­ar og eng­inn virðist vilja stöðva þá. Við höf­um beðið stjórn­völd að koma í veg fyr­ir þátt­töku flokka sem eru inn­blásn­ir af fas­isma í kom­andi þing­kosn­ing­um á þeim grund­velli að þeir brjóti gegn stjórn­ar­skránni en höf­um ekki fengið nein svör.“

Ítalska stjórn­ar­skrá­in bann­ar kynn­ingu á hverj­um þeim sam­tök­um sem fylgi stefnu fas­ista­flokks­ins eða sem hylla hug­mynda­fræði hans. Engu að síður hafa yf­ir­völd aldrei gripið til aðgerða gegn Ca­sa­Pound eða Forza Nu­ova þó að liðsmenn í sam­tök­un­um beri hakakrossa og veifi fas­ista­fán­um á mót­mæla­fund­um sín­um.

Þá lagði ANPI á síðasta ári fram lista með nöfn­um 500 vefsíðna sem lofa fas­isma á Ítal­íu og bað um að lokað yrði á síðurn­ar, ekk­ert hef­ur þó enn verið gert.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert