Biðst afsökunar á „heimskulegu gríni“

Trudeau segist hafa ætlað að vera fyndinn. Það tókst ekki.
Trudeau segist hafa ætlað að vera fyndinn. Það tókst ekki. AFP

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur beðist afsökunar á því sem hann segir hafa verið „heimskulegt grín“ þegar hann greip fram í fyrir konu á fundi í Edmonton í síðustu viku og hvatti hana til að nota frekar orðið „fólkskyn“ frekar en mannkyn. The Guardian segir frá.

Athugasemdin fór öfugt ofan í suma, sérstaklega pólitíska andstæðinga Trudeau sem sökuðu hann um hrútskýringar og að vera yfirlætisfullur þegar kæmi að pólitískri rétthugsun.

„Þið vitið það kannski mörg að ég hef ekkert sérstaklega gott orðspor þegar kemur að því að segja brandara. Ég sagði heimskulegan brandara fyrir nokkrum dögum sem virðist hafa náð flugi á samfélagmiðlum,“ sagði Trudeau í dag.

„Mér fannst þetta hljóma vel og passa vel við í þeim aðstæðum sem við vorum í. Þetta hljómar hins vegar ekkert sérstaklega vel og er áminning fyrir mig að reyna að ekki að segja brandara, ekki einu sinni þegar mér finnst ég fyndinn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert