Ísing á hraðaskynjurum gæti hafa orðið til þess að farþegaþota hrapaði í nágrenni Moskvu með þeim afleiðingum að allir sem voru um borð, 71 talsins, fórust.
Þetta er meðal þess sem fram kemur hefur komið í rannsókn á slysinu. Í frétt BBC segir að skynjarinn hafi fært flugmönnunum rangar upplýsingar um hraða vélarinnar.
Vélin var frá flugfélaginu Saratov Airlines. Hún hrapaði aðeins nokkrum mínútum eftir flugtak frá Moskvu á sunnudag. Vélin var á leið til Orsk í Úral-fjöllunum. Ekkert neyðarkall barst frá henni áður en hún hrapaði.