„Ekkert leynimakk!“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur að með ákæru á hendur …
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur að með ákæru á hendur 15 Rússum vegna rannsóknar Robert Mueller um meint afskipti Rússa af kosningnum, sé það sannað að engin spilling hafi átt sér stað innan kosningateymis Trumps. AFP

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, telur að ákærur á hendur 13 Rússum um að hafa ólögleg afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 sanni að engin spilling hafi átt sé stað í kosningaherferð hans.

„Rússland hóf herferð sína gegn Bandaríkjunum 2014, löngu áður en ég tilkynnti forsetaframboð mitt. Ekki var reynt að hafa áhrif á niðurstöðu kosninganna. Kosningastjórn Trump gerði ekki rangt - ekkert leynimakk!“ skrifar Trump á Twitter í kvöld.

Robert Mu­ell­er, sem leiðir rann­sókn á meint­um af­skipt­um Rússa af kosn­ing­un­um, sendi frá sér yf­ir­lýs­ingu fyrr í kvöld þar sem greint er frá ákær­un­um. Þar kemur meðal annars fram að hinir ákærðu hafi fylgst mark­visst með þróun kosn­inga­bar­átt­unn­ar, allt frá ár­inu 2014.

Frétt mbl.is: 13 Rússar ákærðir fyrir afskipti af kosningunum

Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu sem send var út í kvöld kemur sams konar ályktun fram. Rannsókn Robert Mueller um meint afskipti Rússa af kosningunum, sýni nú að engin spilling hafi átt sér stað innan kosningateymis Trumps.

Rod Roseinstein, ríkissaksóknari, segir hins vegar að þó svo að engir Bandaríkjamenn hafi verið ákærðir vegna ólöglegra afskipta af kosningunum er ekki hægt að fullyrða að svo stöddu hvort reynt hafi verið að hafa áhrif á niðurstöðu kosninganna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert