„Ekkert leynimakk!“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur að með ákæru á hendur …
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur að með ákæru á hendur 15 Rússum vegna rannsóknar Robert Mueller um meint afskipti Rússa af kosningnum, sé það sannað að engin spilling hafi átt sér stað innan kosningateymis Trumps. AFP

Don­ald Trump, Banda­ríkja­for­seti, tel­ur að ákær­ur á hend­ur 13 Rúss­um um að hafa ólög­leg af­skipti af for­seta­kosn­ing­un­um í Banda­ríkj­un­um 2016 sanni að eng­in spill­ing hafi átt sé stað í kosn­inga­her­ferð hans.

„Rúss­land hóf her­ferð sína gegn Banda­ríkj­un­um 2014, löngu áður en ég til­kynnti for­setafram­boð mitt. Ekki var reynt að hafa áhrif á niður­stöðu kosn­ing­anna. Kosn­inga­stjórn Trump gerði ekki rangt - ekk­ert leyni­makk!“ skrif­ar Trump á Twitter í kvöld.

Robert Mu­ell­er, sem leiðir rann­sókn á meint­um af­skipt­um Rússa af kosn­ing­un­um, sendi frá sér yf­ir­lýs­ingu fyrr í kvöld þar sem greint er frá ákær­un­um. Þar kem­ur meðal ann­ars fram að hinir ákærðu hafi fylgst mark­visst með þróun kosn­inga­bar­átt­unn­ar, allt frá ár­inu 2014.

Frétt mbl.is: 13 Rúss­ar ákærðir fyr­ir af­skipti af kosn­ing­un­um

Í yf­ir­lýs­ingu frá Hvíta hús­inu sem send var út í kvöld kem­ur sams kon­ar álykt­un fram. Rann­sókn Robert Mu­ell­er um meint af­skipti Rússa af kosn­ing­un­um, sýni nú að eng­in spill­ing hafi átt sér stað inn­an kosn­ingat­eym­is Trumps.

Rod Rosein­stein, rík­is­sak­sókn­ari, seg­ir hins veg­ar að þó svo að eng­ir Banda­ríkja­menn hafi verið ákærðir vegna ólög­legra af­skipta af kosn­ing­un­um er ekki hægt að full­yrða að svo stöddu hvort reynt hafi verið að hafa áhrif á niður­stöðu kosn­ing­anna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert