Bandaríski predikarinn Billy Graham lést í dag, 99 ára að aldri. Graham hefur verið nefndur áhrifamesti predikari 20. aldarinnar en hann á að baki sex áratuga feril sem sjónvarpspredikari í þáttunum Krossferðir Billy Graham.
Graham barðist af krafti gegn aðskilnaðarstefnu svartra og hvítra í Bandaríkjunum, á sjötta áratugnum. Hann var náinn vinur Bandaríkjaforsetanna Lyndon B. Johnson og Richard Nixon. Þá var hann trúarlegur ráðgjafi 12 Bandaríkjaforseta, allt frá Harry Truman til Baracks Obama.
Þá átti hann í góðu sambandi við Elísabetu Englandsdrottningu og þáði reglulega heimboð konungsfjölskyldunnar, auk þess drottning sló hann til riddara árið 2001.. Samband þeirra ber meðal annars á góma í þáttaröðinni Crown sem sýnd er á Netflix.
Graham var Demókrati en studdi þó marga ólíka stjórnmálamenn í gegnum tíðina úr báðum stóru flokkum Bandaríkjanna. Þá neitaði hann að kenna sig við „hið kristna hægri“ líkt og margir sjónvarpspredikarar Bandaríkjanna gera. Hann hafnaði til að mynda sæti í þrýstihópnum Moral Majority (sem mætti kalla Siðprúði meirihlutinn, á íslensku) en það var þrýstihópur innan kristinn þrýstihópur innan Repúblikanaflokksins á áttunda áratugnum, sem beitti sér fyrir að koma kristnum gildum og hefðum að í lagasetningu Bandaríkjanna.
Við það tilefni sagði Graham „Predikarar mega ekki vera bundnir við einn stjórnmálaflokk eða mann. Við verðum að standa miðja vegu á milli til að geta náð til allra, hvort heldur til hægri eða vinstri.
Meðal þeirra sem minnst hafa Graham á samfélagsmiðlum er Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Sagði forsetinn Graham vera einstakan mann, sem yrði minnst af kristnum og öllum trúarbrögðum [sic].
Þá hefur Billy Graham-stofnunin, sem Franklin sonur hans fer fyrir komið upp minningarsíðu til heiðurs Graham.