Kennarar beri skotvopn

Donald Trump á fundinum í Hvíta húsinu.
Donald Trump á fundinum í Hvíta húsinu. AFP

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti seg­ist vera að íhuga að veita leyfi fyr­ir því að kenn­ar­ar beri skot­vopn í von um að koma í veg fyr­ir enn eina skotárás­ina í skól­um lands­ins.

Á fundi í Hvíta hús­inu með kenn­ur­um og nem­end­um mennta­skól­ans Mar­jory Stonem­an Douglas, þar sem 17 manns voru skotn­ir til bana, viðraði Trump þá hug­mynd að ein­hverj­ir kenn­ar­ar gætu fengið þjálf­un í notk­un skot­vopna.

„Aug­ljós­lega myndi þetta aðeins henta fyr­ir þá sem eru mjög hæf­ir í að meðhöndla byssu,“ sagði Trump.

„Þetta kall­ast að bera falið skot­vopn. Kenn­ar­inn myndi hafa á sér falda byssu og þeir myndu gang­ast und­ir sér­staka þjálf­un,“ sagði hann og nefndi að ekki yrði því leng­ur um byssu­laust svæði að ræða í skól­um.

Einn þeirra sem lifði árásina í Flórída af, tjáir sig …
Einn þeirra sem lifði árás­ina í Flórída af, tjá­ir sig á fund­in­um. AFP
AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert