Aðhafðist ekkert er árásin var í gangi

Fórnarlambanna í Parkland minnst.
Fórnarlambanna í Parkland minnst. AFP

Vopnaður lög­reglumaður sem hafði það hlut­verk að hafa eft­ir­lit með Mar­jory Stonem­an Douglas-fram­halds­skól­an­um í Flórída stóð fyr­ir utan skóla­húsið og aðhafðist ekk­ert er árás­in átti sér þar stað. Þetta seg­ir lög­reglu­stjór­inn í Brow­ard-sýslu. Lög­reglu­mann­in­um var vikið frá störf­um og hef­ur hann nú ákveðið að snúa ekki eft­ir til vinnu, að því er lög­reglu­stjór­inn Scott Isra­el seg­ir. „Ég er eyðilagður. Mér líður illa yfir þessu. Hann fór aldrei inn,“ seg­ir Isra­el.

Í fyrra­kvöld lagði Don­ald Trump það til að kenn­ar­ar sem til þess væru hæf­ir myndu ganga með vopn í skól­an­um. Þannig gætu þeir stöðvað árás­ir. Þetta er til­laga sem Sam­band skot­vopna­eig­enda, NRA, hef­ur oftsinn­is lagt fram.

Isra­el seg­ir að lög­reglumaður­inn sem stóð vörð við skól­ann hafi verið vopnaður og ein­kennisklædd­ur er árás­in hófst í skól­an­um í Park­land. Sautján lágu í valn­um áður en yfir lauk.

Hann seg­ir að á upp­tök­um megi sjá að lög­reglumaður­inn fór að bygg­ing­unni um 90 sek­únd­um eft­ir að fyrstu skot­in heyrðust. Hann hafi svo staðið fyr­ir utan skól­ann í fjór­ar mín­út­ur. Árás­in stóð yfir í sex mín­út­ur, að sögn Isra­els.

Spurður hvað lög­reglumaður­inn hefði átt að gera svar­ar Isra­el: „Fara inn, mæta árás­ar­mann­in­um, drepa árás­ar­mann­inn.“

Lög­reglumaður­inn hef­ur enn ekki tjáð sig um málið op­in­ber­lega. Ekki er ljóst hvort hann eigi ákæru yfir höfði sér fyr­ir að bregðast embætt­is­skyld­um sín­um. Isra­el seg­ir að hann hafi ekki gefið hald­bær­ar skýr­ing­ar á því að hafa ekki farið inn í skól­ann er árás­in var í gangi.

Wayne LaPierre, framkvæmdastjóri Sambands skotvopnaeigenda, NRA.
Wayne LaPier­re, fram­kvæmda­stjóri Sam­bands skot­vopna­eig­enda, NRA. AFP

Ekki stend­ur til að birta um­rætt mynd­band op­in­ber­lega að sögn lög­reglu­stjór­ans.

Árás­armaður­inn Ni­kolas Cruz er nítj­án ára. Hann notaði AR-15, hálf­sjálf­virk­an riff­il, við voðaverkið. Hann komst af vett­vangi eft­ir árás sína en var hand­tek­inn skömmu síðar.

Í ít­ar­legri frétt BBC um þetta mál seg­ir að ör­ygg­is­verðir við skóla­bygg­ing­ar séu lög­reglu­menn og þeir séu milli 14 og 20 þúsund að störf­um við skóla í Banda­ríkj­un­um. Lög­reglumaður­inn í Park­land hafði borið ábyrgð á ör­ygg­is­gæslu við fram­halds­skól­ann frá ár­inu 2009.

Sam­tök skot­vopna­eig­enda segj­ast til­bú­in að aðstoða skóla til að tryggja ör­yggi nem­enda og starfs­manna. Sam­tök­in segj­ast ekki myndu taka krónu fyr­ir slíka ráðgjöf. Fram­kvæmda­stjóri sam­tak­anna seg­ir að í kjöl­far skotárás­ar­inn­ar í Park­land hafi „tæki­færissinn­ar“ reynt að ýta á hert skot­vopna­eft­ir­lit. Þeir „hötuðu“ sam­tök­in og „hötuðu aðra grein stjórn­ar­skrár­inn­ar“ þar sem kveðið er á um rétt fólks til að verj­ast. „Þeir hata ein­stak­lings­frelsið,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn Wayne LaPier­re.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert