Donald Trump Bandaríkjaforseti gerði óvænt grín að hárinu á sér í ræðu sem hann hélt fyrir framan íhaldsmenn, skammt fyrir utan Washington.
„Ég reyni allt hvað ég get til að fela þennan skallablett, ég legg mjög hart að mér,“ sagði Trump í léttum dúr.
„Þetta lítur ekki illa út. Við reynum hvað við getum,“ bætti hann við og uppskar mikla kátínu á meðal fundargesta.
Margir hafa fjallað um og furðað sig á hárgreiðslu Trumps í gegnum tíðina og virðist forsetinn hafa ágætan húmor fyrir hárinu sínu ef eitthvað er að marka ræðuna.
"I try like hell to hide that bald spot" - President Trump jokes about his hair at conservatives' conference pic.twitter.com/ePT4MtKg17
— BBC News (World) (@BBCWorld) February 23, 2018