Hafnaði trú sem byggðist á hatri

Billy Graham.
Billy Graham. AFP

Billy Gra­ham, nafn­togaðasti pré­dik­ari 20. ald­ar­inn­ar, lést í vik­unni, 99 ára að aldri. Hann náði eyr­um ótrú­legs fjölda fólks vítt og breitt um heim­inn og hvatti kristið fólk til að vera stolt af sín­um gild­um og hleypa Jesú Kristi inn í hjartað. 

Skila­boð mín eru skýr: Jesús Krist­ur kom, dó á kross­in­um, reis upp frá dauðum og bað okk­ur um að iðrast synda okk­ar og taka á móti hon­um í trú sem Drottni okk­ar og frels­ara. Og ger­um við það fyr­ir­gef­ast okk­ur all­ar okk­ar synd­ir.“

Þannig dró Billy Gra­ham sam­an boðskap sinn í síðustu kross­ferðinni, eins og pré­dik­un­ar­ferðir hans voru kallaðar, árið 2005 í New York. Hann hafði þá ákveðið að rifa segl­in, kom­inn fast að níræðu, eft­ir meira en 400 kross­ferðir sem borið höfðu hann til 185 landa. Um 215 millj­ón­ir manna munu hafa hlýtt á pré­dik­an­ir Gra­hams á kross­ferðunum, auk þess sem hann náði til margra millj­óna til viðbót­ar gegn­um sjón­varp, mynd­bönd, netið og 34 bæk­ur sem eft­ir hann liggja. Þegar hann flutti sína síðustu kveðju, í vik­unni sem hann varð 95 ára haustið 2013, komu hvorki fleiri né færri en 480 sjón­varps­stöðvar í Banda­ríkj­un­um og Kan­ada að út­send­ing­unni. Þegar Billy Gra­ham talaði þá var hlustað.

Það var ekki bara alþýða manna, all­ir for­set­ar Banda­ríkj­anna frá Harry S. Trum­an að Barack Obama leituðu í smiðju til Gra­hams og báðu með hon­um. Ef­laust hefði pré­dik­ar­inn getað gefið nú­ver­andi for­seta holl ráð líka en hann dró sig í hlé fyr­ir tæp­um fimm árum af heilsu­fars­ástæðum. Gra­ham glímdi við marg­vís­leg veik­indi sein­ustu árin, svo sem krabba­mein í blöðru­hálsi, vökv­asöfn­un í heila og ein­kenni Park­in­son-sjúk­dóms­ins.
Það var ein­mitt einn for­set­anna, Geor­ge Bush eldri, sem lýsti Gra­ham sem „sálna­hirði Banda­ríkj­anna“. Oft var eins og Gra­ham væri æðsti trú­ar­leiðtogi þjóðar­inn­ar. Það kom ekki síst í ljós þegar myrkrið var hvað mest eft­ir hryðju­verka­árás­irn­ar 11. sept­em­ber 2001. Þá var leitað til hans eft­ir sál­gæslu. Líka ma´ nefna að Gra­ham var sæmd­ur æðsta heiðurs­merki banda­ríska þings­ins. 

Ólst upp á kúa­búi

William Frank­lin Gra­ham fædd­ist árið 1918, rétt áður en fyrri heims­styrj­öld­inni lauk, og ólst upp á kúa­búi í Char­lotte. Hann hafði ekk­ert yndi af því að fara í kirkju sem barn, vildi miklu frek­ar vera úti að spila hafna­bolta, en það breytt­ist þegar hann var fimmtán ára og kynnt­ist far­andpré­dik­ar­an­um Mor­decai Fowler Ham. Þaðan í frá helgaði hann líf sitt þjón­ustu við Krist.
„Mér var ekk­ert um evang­el­isma gefið,“ rifjaði hann upp síðar. „Vin­ur minn dró mig hins veg­ar með sér á sam­komu og andi Guðs al­mátt­ugs byrjaði að tala til mín þegar ég fór aft­ur, kvöld eft­ir kvöld. Kvöld eitt, þegar mér var boðið að gera Jesú að leiðtoga lífs míns sagði ég ein­fald­lega: Já, Guð, það vil ég gera og vissi að líf mitt hafði tekið nýja stefnu.“

Gra­ham kynnt­ist eig­in­konu sinni, Ruth McCue Bell, í Chicago og gengu þau í heil­agt hjóna­band árið 1943 og eignuðust fimm börn. Hjóna­band þeirra varði í 64 ár, eða þangað til Ruth lést árið 2007.

Gra­ham fór í sína fyrstu evangelísku kross­ferð árið 1947 en það var kross­ferðin í Los Ang­eles tveim­ur árum síðar sem fangaði at­hygli þjóðar­inn­ar; hundruð þúsunda flykkt­ust að sjá hinn unga pré­dik­ara. Eft­ir það varð ekki aft­ur snúið.

Það sem ein­kenndi pré­dik­an­ir Gra­hams alla tíð var af­ger­andi trú­festa og mikl­ir per­sónutöfr­ar. Hann átti auðvelt með að hrífa fólk með sér.

Árið 1950 setti Gra­ham trú­boðssam­tök sín á lagg­irn­ar en þau eru með um fimm hundruð manns í vinnu vítt og breitt um heim­inn. Son­ur Gra­hams, Frank­lin, veit­ir sam­tök­un­um nú for­stöðu.

Gra­ham lagði sig alltaf fram um að ferðast víða enda sann­færður um að Guð skeytti hvorki um landa­mæri né þjóðerni. Fjöl­menn­asta sam­koma hans var hald­in í Seúl í Suður-Kór­eu 1973, þegar meira en ein millj­ón manna kom til að hlýða á boðskap Gra­hams. Sama ár lét hann eft­ir­far­andi orð falla í Jó­hann­es­ar­borg í Suður-Afr­íku: „Krist­ur er allra, hvar í heim­in­um sem þeir búa, og ég hafna allri trú sem bygg­ist á hatri. Krist­in­dóm­ur­inn er ekki aðeins trú hvíta manns­ins og látið eng­an segja ykk­ur annað.“

Þannig bauð hann kynþátta­h­atri birg­inn en Gra­ham neitaði að pré­dika í land­inu þangað til sam­kom­ur hans voru opn­ar bæði hvít­um og svört­um.
Gra­ham komst einnig inn fyr­ir járntjaldið seint á átt­unda ára­tugn­um og pré­dikaði í komm­ún­ista­ríkj­un­um, þrátt fyr­ir þá staðreynd að lítið umb­urðarlyndi væri gagn­vart krist­in­dómn­um þar um slóðir.

Hug­vekj­ur Gra­ham birt­ust líka víða, m.a. hér í Morg­un­blaðinu.

Nán­ar er fjallað um Billy Gra­ham í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka