Lögreglumaður verður framvegis staðsettur við hvern einasta almenningsskóla í Flórída. Þetta tilkynnti Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, sem hluta af áætlun um að efla öryggi í skólum eftir að sautján voru skotnir til bana í síðustu viku.
Mikill þrýstingur hefur verið lagður á yfirvöld að auka öryggi innan skóla í Bandaríkjunum eftir árásina í framhaldsskóla í Flórída.
Alls verður 450 milljónum dala varið í verkefnið.
„Það er ekkert mikilvægara en öryggi barnanna okkar,“ sagði Scott. „Við verðum að passa upp á þau.“
„Ég legg til að að minnsta kosti einn lögreglumaður verði til staðar fyrir hverja 1.000 nemendur.“
Florida Governor Rick Scott: "My focus is on providing more law enforcement officers, not arming the teachers." pic.twitter.com/58dmWbNLfb
— NBC Politics (@NBCPolitics) February 23, 2018