Merkel og Macron þrýsta á Pútín

Leiðtogar Þýskalands og Frakklands hafa hvatt Rússa til að setja hámarksþrýting á sýrlensk stjórnvöld svo tillaga um vopnahlé, sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær, geti tekið gildi sem fyrsta í Sýrlandi. 

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ræddu við Valdimír Pútín Rússlandsforseta í síma. Merkel og Macron lögðu mikla áherslu á það að það væri gríðarlega mikilvægt að ályktun SÞ komist til framkvæmda sem allra fyrst. 

Þetta segja talsmenn Merkel. 

Þeir segja enn fremur, að í símtalinu hafi veirð lögð áhersla á að Rússar „setji hámarksþrýsting á sýrlensku stjórnina til að hætta loftárásum og láta af bardögum þegar í stað.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert