Hefði hlaupið inn í skólann óvopnaður

00:00
00:00

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti seg­ir að hann hefði hlaupið inn í fram­halds­skól­ann í Flórída þar sem 17 manns voru skotn­ir til bana, jafn­vel þó að hann hefði verið óvopnaður.

„Ég trúi því staðfast­lega að ég hefði hlaupið inn í skól­ann jafn­vel þó að ég væri óvopnaður,“ sagði for­set­inn á sam­komu rík­is­stjóra í Hvíta hús­inu í dag.

„Ég held að flest­ir hér inni hefðu gert það sama,“ bætti Trump við.

Trump sagði einnig að það væri „ógeðfellt“ að vopnaður lög­reglumaður sem hafði það hlut­verk að hafa eft­ir­lit með nem­end­um skól­ans aðhafðist ekk­ert þegar árás­in átti sér þar stað.

Skotárás­in átti sér stað 14. fe­brú­ar og sit­ur árás­armaður­inn, 19 ára fyrr­ver­andi nem­andi við skól­ann, í gæslu­v­arðhaldi.

Trump hef­ur sagst styðja til­raun­ir til að bæta eft­ir­lit og bak­grunns­skoðanir á fólki sem kaup­ir byss­ur.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er handviss um að hann hefði …
Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, er hand­viss um að hann hefði hlaupið inn í fram­halds­skól­ann í Flórída þar sem 17 manns létu lífið í skotárás, jafn­vel þótt hann væri óvopnaður. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert