Tyrkneskar sérsveitir til Afrin

Sýrlenskir uppreisnarmenn sem studdir eru af Tyrkjum.
Sýrlenskir uppreisnarmenn sem studdir eru af Tyrkjum. AFP

Tyrknesk stjórnvöld hafa sent sérsveitir til héraðsins Afrin í Sýrlandi til þess bregðast við nýjum átökum á svæðinu við hersveitir Kúrda að þeirra sögn. 

Tyrkir höfðu sókn á svæðinu í janúar til þess að styðja sýrlenska uppreisnarmenn á svæðinu í átökum þeirra við Kúrda sem notið hafa stuðnings Bandaríkjamanna. Fram kemur í frétt AFP að ekki sé vitað hversu margir sérsveitarmennirnir eru.

Tyrkir saka hersveitir Kúrda í Sýrlandi um að tengjast Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi, en flokkurinn er skilgreindur sem hryðjuverkasamtök af tyrkneskum stjórnvöldum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert