Kókaínið metið á 1,7 milljarða

Melina Roberge og Isabelle Lagacé.
Melina Roberge og Isabelle Lagacé. Instagram

Tveir Kan­ada­bú­ar hafa játað að hafa smyglað kókaíni til Ástr­al­íu um borð í skemmti­ferðar­skipi. Þau, Mel­ina Rober­ge, 23 ára og Andre Tam­ine, 64 ára, höfðu áður neitað hlut­deild í smygl­inu en 95 kg af kókaíni fund­ust um borð í skemmti­ferðaskip­inu MS Sea Princess árið 2016.

Rétt­ar­höld­in í mál­inu hefjast síðar í vik­unni í Ástr­al­íu en þriðja mann­eskj­an, Isa­belle Lagacé, 29 ára, sem einnig er frá Kan­ada var dæmd í fang­elsi í nóv­em­ber fyr­ir sinn hlut í smygl­inu. 

Að sögn ástr­alskra yf­ir­valda er áætlað götu­v­irði eit­ur­lyfj­anna 17 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala, sem svar­ar til 1,7 millj­arða króna. 

Á BBC kem­ur fram fram að Rober­ge og Lagacé hafi birt mynd­ir af sér á sam­fé­lags­miðlum úr ferðalag­inu sem átti að vera sjö vikna skemmti­ferð um heims­ins höf. Við kom­una til Syd­ney í Ástr­al­íu fundu fíkni­efna­hund­ar 35 kg af kókaíni í ká­etu þeirra og 60 kg til viðbót­ar í ká­etu Tam­ine.

Ekki er vitað hver tengsl Tam­ine og kvenn­anna eru en talið er að skipu­lögð glæpa­sam­tök beri ábyrgð á smygl­inu. 

Lagacé var dæmd í 7 og hálfs árs fang­elsi fyr­ir sinn hlut en hún seg­ist hafa tekið að sér smyglið til að greiða niður skuld­ir sín­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka