Trump ræður kosningastjóra fyrir 2020

Brad Parscale, kosningastjóri Trump, sérhæfir sig í stafrænum miðlum.
Brad Parscale, kosningastjóri Trump, sérhæfir sig í stafrænum miðlum. Ljósmynd/Twitter

Donald Trump Bandaríkjaforseti situr ekki aðgerðalaus í embætti og er strax farinn að huga að endurkjöri.

Brad Parscale hefur verið ráðinn kosningastjóri Trumps fyrir kosningarnar árið 2020 þegar Trump mun sækjast eftir endurkjöri. BBC greinir frá því að aldrei áður hefur forseti sem situr í embætti tilkynnt ráðningu kosningastjóra svo löngu fyrir kosningar.

Parscale, sem er 42 ára, var ráðinn af Trump-samsteypunni árið 2010 sem sérfræðingur í stafrænu efni (e. Digital guru) og hafði umsjón með stafrænu efni í kosningaherferð Trumps árið 2016.

„Hann nýtur trausts innan fjölskyldunnar og er fullkominn til að vera við stjórnvöl kosningabaráttunnar,“ segir Eric Trump, sonur forsetans.

Barack Obama, forveri Trumps í starfi, tilkynnti að hann myndi sækjast eftir endurkjöri 582 dögum fyrir forsetakosningarnar árið 2012. Í dag er 980 dagar í næstu forsetakosningar í Bandaríkjunum.  

Trump stefnir ótrauður á endurkjör eftir tvö ár.
Trump stefnir ótrauður á endurkjör eftir tvö ár. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka